Gæsluvarðhald yfir konu á þrítugsaldri, sem var handtekin í tengslum við rannsókn á andláti föður hennar, hefur verið framlengt um þrjár vikur.
Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag og hefur því verið framlengt til 7. maí.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Fjölskyldan á heima í einbýlishúsi á Arnarnesi. Föstudagsmorgun voru viðbragðsaðilar kallaðir heim til þeirra. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og úrskurðaður látinn þar.
mbl.is greindi frá því að móðir konunnar og eiginkona mannsins hafi einnig verið flutt á sjúkrahús.
Dóttirin var handtekin á vettvangi. Faðir hennar var með nýlega og eldri áverka.