Gæsluvarðhald framlengt um þrjár vikur

Horft yfir Arnarnes.
Horft yfir Arnarnes. mbl.is

Gæslu­v­arðhald yfir konu á þrítugs­aldri, sem var hand­tek­in í tengsl­um við rann­sókn á and­láti föður henn­ar, hef­ur verið fram­lengt um þrjár vik­ur.

Gæslu­v­arðhaldið átti að renna út í dag og hef­ur því verið fram­lengt til 7. maí.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Fjöl­skyld­an á heima í ein­býl­is­húsi á Arn­ar­nesi. Föstu­dags­morg­un voru viðbragðsaðilar kallaðir heim til þeirra. Maður­inn var flutt­ur á sjúkra­hús og úr­sk­urðaður lát­inn þar.

mbl.is greindi frá því að móðir kon­unn­ar og eig­in­kona manns­ins hafi einnig verið flutt á sjúkra­hús.

Dótt­ir­in var hand­tek­in á vett­vangi. Faðir henn­ar var með ný­lega og eldri áverka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert