Hætta að nota Flatahraun fyrir neyðarvistun

Börn hafa verið vistuð í Flatahrauni frá því október við …
Börn hafa verið vistuð í Flatahrauni frá því október við óboðlegar aðstæður. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/Aðsend mynd

Í dag verður hætt að nota lög­reglu­stöðina í Flata­hrauni í Hafnar­f­irði fyr­ir neyðar­vist­un barna og ung­linga. Úrræðið hef­ur verið nýtt frá því í lok októ­ber á síðasta ári og hafa börn niður í 12 ára verið vistuð þar í fanga­klef­um við óboðleg­ar aðstæður. 

Fram­kvæmd­um við tvö her­bergi á neyðar­vist­un Stuðla er nú lokið og hægt verður að taka þau her­bergi í notk­un í dag, sam­kvæmt skrif­legu svari Barna- og Fjöl­skyldu­stofu (BOFS) til mbl.is. Eiga þessi tvö her­bergi að duga til og mun öll neyðar­vist­un barna og ung­linga því hér eft­ir fara fram á Stuðlum.

„Miðað við notk­un á rým­um í Flata­hrauni ættu þessi tvö her­bergi að duga fyr­ir þá skjól­stæðinga sem þurfa sér­stak­lega ör­ugg rými í upp­hafi vist­un­ar,“ seg­ir í svari BOFS.

Enn standa þó yfir fram­kvæmd­ir við neyðar­vist­un Stuðla, en sú álma gjör­eyðilagðist í bruna í októ­ber síðastliðnum, þar sem 17 ára barn lést.

Fram­kvæmd­um flýtt til að bregðast við vanda

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, greindi frá því í viðtali við mbl.is þann 2. mars síðastliðinn að ákveðið hefði verið að end­ur­byggja tvö her­bergi með hraði til að bregðast við vand­an­um sem upp væri kom­inn, og ættu þau að stand­ast ör­yggis­kröf­ur. 

Áttu fram­kvæmd­ir að taka fjór­ar vik­ur, en Funi Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs BOFS, seg­ir í skrif­legu svari að þær hafi tekið lengri tíma en áætlað var í upp­hafi, enda um mjög sér­hæfða starf­semi að ræða og marg­ar ör­yggis­kröf­ur sem þurfti að upp­fylla.

Ólöf Ásta Farest­veit, for­stjóri BOFS, sagði í sam­tali við mbl.is í fe­brú­ar, að Flata­hraun væri aðeins notað fyr­ir erfiðustu til­fell­in, þegar börn beittu miklu of­beldi eða sýndu aggress­ífa hegðun vegna fíkni­efna­neyslu.

Þau væru vistuð í Flata­hrauni í fyrstu en svo flutt yfir í neyðar­vist­un á Stuðlum. Því má ætla að nýju her­berg­in séu ör­ugg­ari en þau sem fyr­ir voru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert