Íslendingar hefja innreið á bandarískan markað

Bréfin eru skráð undir auðkenninu GLCR og er þetta fyrsti …
Bréfin eru skráð undir auðkenninu GLCR og er þetta fyrsti kauphallarsjóðurinn sem er skráður erlendis sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum. Ljósmynd/Aðsend

Kaup­hall­ar­sjóður­inn GlacierS­hares Nas­daq Ice­land ETF hef­ur verið skráður á banda­ríska Nas­daq markaðinn. Bréf­in eru skráð und­ir auðkenn­inu GLCR og er þetta fyrsti kaup­hall­ar­sjóður­inn sem er skráður er­lend­is sem fjár­fest­ir í ís­lensk­um hluta­bréf­um.

Þetta seg­ir í til­l­kynn­ingu frá GlacierS­hares.

Koma ís­lensk­um fé­lög­um á fram­færi

„Með skrán­ingu sjóðsins erum við að koma ís­lensk­um fé­lög­um á fram­færi á stærsta og virk­asta hluta­bréfa­markaði heims. GlacierS­hares Nas­daq Ice­land ETF brú­ar þannig bilið milli ís­lensks hag­kerf­is og alþjóðlegra fjár­festa með hag­kvæm­um hætti,“ er haft eft­ir Helga Frí­manns­syni, fjár­fest­ingaráðgjafa hjá GlacierS­hares, rekstr­araðila sjóðsins.

Hringdu bjöll­unni á markaðnum

„Það er virki­lega spenn­andi að fjár­fest­ar á banda­ríska markaðnum geti nú í fyrsta sinn fjár­fest í kaup­hall­ar­sjóði sem fjár­fest­ir á ís­lenska markaðnum,“ er haft eft­ir Magnúsi Harðar­syni, for­stjóra Nas­daq Ice­land.

„Hluta­bréfa­markaður­inn hér á landi er öfl­ug­ur og vax­andi markaður með áhuga­verð og fram­sæk­in fyr­ir­tæki. Við fögn­um þessu fram­taki.“

Til að fagna skrán­ing­unni hringdu aðstand­end­ur og sam­starfsaðilar sjóðsins bjöll­unni á Nas­daq markaðnum í New York þriðju­dag­inn 15. apríl að viðstödd­um full­trú­um skráðra ís­lenskra fé­laga og sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um, ásamt fleir­um.

Til að fagna skráningunni hringdu aðstandendur og samstarfsaðilar sjóðsins bjöllunni …
Til að fagna skrán­ing­unni hringdu aðstand­end­ur og sam­starfsaðilar sjóðsins bjöll­unni á Nas­daq markaðnum í New York þriðju­dag­inn 15. apríl. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert