„Ljúga hreinskilnislega um hlutina“

Magnús Margeirsson, eigandi hestaleigunnar Alhesta í Þorlákshöfn, er öskureiður út …
Magnús Margeirsson, eigandi hestaleigunnar Alhesta í Þorlákshöfn, er öskureiður út í MAST fyrir að loka leigu hans og kveður engan grundvöll hafa verið fyrir aðgerðinni. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta er bara eins og með annað sem MAST er að gera, þeir fara alltaf fram úr sjálf­um sér í öll­um hlut­um,“ seg­ir Magnús Mar­geirs­son, eig­andi hesta­leig­unn­ar Al­hesta í Þor­láks­höfn sem Mat­væla­stofn­un lokaði ný­verið á þeim for­send­um að vel­ferð hrossa Magnús­ar væri „óviðun­andi“, eins og stofn­un­in orðaði það í til­kynn­ingu sinni.

„Það er búið að ganga frá því sem þeir báðu um að væri gert, en svo er bara lokað á mann án þess að gefa manni nokk­urn fyr­ir­vara eða nokk­urn skapaðan hlut,“ seg­ir Magnús ómyrk­ur í máli, Skag­f­irðing­ur sem haft hef­ur hesta í sinni um­sjá og eigu frá þrett­án ára aldri og tel­ur sig bera veru­lega skarðan hlut frá borði í sam­skipt­um sín­um við stofn­un­ina.

Skipti um hey í fe­brú­ar

„Þeir komu bara hérna inn í húsið hjá mér í vet­ur og þá þurfti ég að skipta um hey,“ seg­ir Magnús frá, beðinn að gera grein fyr­ir mál­inu frá upp­hafi. „Það var al­veg satt, heyið var ekki nógu gott hjá mér í vet­ur og ég skipti um hey sjö­unda fe­brú­ar og fór að gefa hest­un­um fóður­bæti vegna þess að heyið var ekki nógu gott. Síðan hafa hest­arn­ir bara verið á upp­leið,“ held­ur hann áfram.

Magnús kveðst fús­lega viður­kenna að ein­hverj­ir hesta hans væru of grann­ir. „Og það get­ur bara komið fyr­ir hvern sem er. Ég var bú­inn að fá dýra­lækni til að skoða hest­ana hjá mér og fóður­fræðing til að skoða heyið hjá mér og þetta var allt í gangi til þess að laga og lag­færa fóðrun­ina. Ég skil ekki þetta upp­hlaup hjá þeim að loka hesta­leig­unni bara einn, tveir og þrír,“ seg­ir Magnús og er mikið niðri fyr­ir, svipt­ur salt­inu í sinn graut.

Enda­laust með hesta

Hann held­ur áfram og seg­ist geta farið með hvern sem er inn í hest­húsið og sýnt hest­ana, hann skammist sín ekki fyr­ir neitt. „Ég hef ekki farið illa með nokkra skepnu,“ seg­ir Magnús.

Hann rifjar upp langa sögu sína tengda hest­um. „Ég var með hesta enda­laust í Skagaf­irði, bæði úti í sveit og á Sauðár­króki, aldrei nokk­urn tím­ann kom það fyr­ir að forðagæslumaður fyndi að skepn­um sem ég var með, en um leið og ég kem hingað suður stopp­ar það ekki að ég sé klagaður út af skepn­un­um. [MAST] eru bún­ir að liggja á mér síðan ég byrjaði hér í Þor­láks­höfn, en þeir hafa ekki haft neitt á mér, það er bara verið að drepa niður fyr­ir­tækið mitt,“ seg­ir Magnús arg­ur.

Hann kveðst aðspurður hafa lifað ágætu lífi af rekstri sín­um, verið mest­megn­is einn, en ein­staka sinn­um með aðstoðarfólk.

En hvað ger­ist þá núna?

„Ég er bú­inn að vera með menn í vinnu fyr­ir mig til þess að ganga frá þessu gagn­vart MAST, ég vildi ekki skipta mér af þessu sjálf­ur,“ svar­ar hann, en kveðst þó hafa rætt við lög­fræðing MAST. „Hann sendi mér bréfið um lok­un­ina og þegar ég hringdi í hann sagði hann að það hefðu ekki komið nein andsvör frá mér. Þó að menn á mín­um veg­um hafi sent nokk­ur bréf til þeirra að mínu frum­kvæði, til dæm­is dýra­lækn­ir og fóður­sér­fræðing­ur sem ég kallaði til vegna þess að ég treysti ekki á mat MAST á hlut­un­um,“ held­ur hann áfram.

Magnús Margeirsson kveðst ekki hafa neitt að fela og býður …
Magnús Mar­geirs­son kveðst ekki hafa neitt að fela og býður blaðamenn vel­komna í hest­húsið til að ganga úr skugga um málið. Ljós­mynd/​Aðsend

Magnús kveður eft­ir­lits­stofn­un­ina fara fram úr sér „og ljúga hrein­skiln­is­lega um hlut­ina og gera þá miklu verri held­ur en þeir eru. Ég get sannað það og sýnt og ég mun gera það,“ seg­ir Skag­f­irðing­ur­inn sem kveðst ætla að fara í málið strax eft­ir páska, hann ætli sér ekki að láta rekst­ur sinn liggja niðri með til­heyr­andi tekjutapi. Klykk­ir Magnús Mar­geirs­son út með því að bjóða rit­stjórn mbl.is í hest­hús sitt til að kynna sér stöðu mála þar.

„Ykk­ur er vel­komið að koma og skoða þetta sjálf­ir, það er bara þannig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert