Móðirin var einnig send á spítala

Arnarnes. Málið kom upp í Garðabæ síðastliðinn föstudag.
Arnarnes. Málið kom upp í Garðabæ síðastliðinn föstudag. mbl.is/Sigurður Bogi

Eig­in­kona manns sem lést eft­ir at­vik í ein­býl­is­húsi á Arn­ar­nesi á föstu­dag var einnig send á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar á föstu­dags­kvöld.

Þetta herma heim­ild­ir mbl.is.

Dótt­ir þeirra sit­ur í gæslu­v­arðhaldi og renn­ur úr­sk­urður um það út í dag.

Tjá­ir sig ekki um gæslu­v­arðhald 

Lög­regla verst fregna af rann­sókn máls­ins en Agnes Eide Krist­ín­ar­dótt­ir, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, seg­ir málið viðkvæmt.

Vill hún ekki tjá sig um hvort rann­sókn bein­ist að því hvort brotið hafi verið gegn tveim­ur ein­stak­ling­um.

Eldri áverk­ar

Eins tjá­ir hún sig ekki um hvort tek­in hafi verið ákvörðun um hvort lög­regla muni óska eft­ir áfram­hald­andi gæslu­v­arðhaldi yfir dótt­ur­inni. 

Dótt­ir­in er 28 ára göm­ul og var hand­tek­in í heima­húsi í Garðabæ á föstu­dag eft­ir að faðir henn­ar var flutt­ur á sjúkra­hús þar sem hann var úr­sk­urðaður lát­inn.

Var hann með ný­lega og eldri áverka en ekki hef­ur verið gefið upp hver dánar­or­sök­in var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert