Nafn mannsins sem lést á föstudag

Viðbragðslið var kallað að heimilinu snemma að morgni 11. apríl, …
Viðbragðslið var kallað að heimilinu snemma að morgni 11. apríl, þar sem maðurinn lá meðvitundarlaus og þungt haldinn. mbl.is/Sverrir

Maður­inn sem lést eft­ir at­vik á heim­ili sínu við Súlu­nes í Garðabæ á föstu­dag hét Hans Roland Löf, tannsmiður, fædd­ur 1945.

Var hann bú­sett­ur á Arn­ar­nesi í Garðabæ ásamt eig­in­konu sinni og dótt­ur þeirra, Mar­gréti Höllu Hans­dótt­ur Löf, sem nú sit­ur í gæslu­v­arðhaldi.

Eig­in­kona manns­ins var einnig send á sjúkra­hús svo að hlúa mætti að henni, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Síðdeg­is í dag var varðhaldið yfir Mar­gréti fram­lengt um þrjár vik­ur, til 7. maí, en sam­kvæmt fyrsta úr­sk­urði héraðsdóms átti varðhaldið að renna út í dag.

Lést á 80 ára af­mæl­is­dag­inn

Viðbragðslið var kallað að heim­il­inu snemma að morgni föstu­dags­ins 11. apríl.

Hans, sem átti 80 ára af­mæli þann dag, lá meðvit­und­ar­laus og þungt hald­inn þegar viðbragðslið bar að. Sam­kvæmt heim­ild­um bar hann hvort tveggja gamla og nýja áverka.

Mar­grét Halla, sem dag­inn áður varð 28 ára, var tek­in hönd­um á vett­vangi eft­ir að faðir henn­ar var flutt­ur á sjúkra­hús, en þar var hann úr­sk­urðaður lát­inn.

Lög­regla verst fregna af rann­sókn máls­ins og seg­ir það viðkvæmt. Agnes Eide Krist­ín­ar­dótt­ir, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, neitaði að tjá sig um hvort rann­sókn beind­ist að því hvort brotið hefði verið gegn tveim­ur ein­stak­ling­um þegar mbl.is ræddi við hana í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert