Segir alla þurfa að taka ábyrgð á fjölbreytileikanum

Frá Kastljósi í kvöld.
Frá Kastljósi í kvöld. Skjáskot/Ríkisútvarpið

Ein­kunn­ir eiga ekki að vera „sort­er­ing­arma­skína“ inn í fram­halds­skól­ana, seg­ir pró­fess­or við Há­skóla Íslands. Þingmaður Miðflokks­ins er þessu ósam­mála eins og sjá mátti á heit­um umræðum sem sköpuðust í Kast­ljósi rík­is­út­varps­ins í gær­kvöldi.

Guðrún Ragn­ars­dótt­ir, sem áður var fram­halds­skóla­kenn­ari og er nú pró­fess­or í stjórn­un mennta­stofn­ana við deild menn­ing­ar og marg­breyti­leika í Há­skóla Íslands, kvaðst fagna fyr­ir­hugaðri breyt­ingu og sagði nú­ver­andi kerfi úr­elt.

Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins sem hef­ur látið sig mennta­mál varða, sagði á sama tíma að breyt­ing­in væri aðför að frjálsu skóla­vali á Íslandi.

Ekki sé ákall eft­ir breyt­ing­un­um á meðal nem­enda eða al­menn­ings og að með frum­varp­inu sé verið að nota fram­halds­skól­ana sem „hug­mynda­fræðileg­an mótor“.

Órétt­látt kerfi að mati ráðherra

Greint var frá fyr­ir­huguðum breyt­ing­um á mbl.is á mánu­dag, þar sem rætt var við Guðmund Inga Krist­ins­son mennta- og barna­málaráðherra.

Hann hyggst breyta lög­um til að gefa fram­halds­skól­um skýra heim­ild til að horfa til annarra þátta en ein­kunna við val á nem­end­um inn í fram­halds­skóla. 

Í viðtal­inu, sem vakið hef­ur mikla at­hygli, sagði ráðherr­ann nú­ver­andi kerfi ekki rétt­látt.

Drög að frum­varp­inu hafa verið birt á sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Er þar lagt til að við ákvörðun um inn­rit­un nem­enda verði „heim­ilt að líta til sjón­ar­miða sem tengj­ast nem­and­an­um, þ.m.t. náms­ár­ang­urs úr grunn­skóla og annarra upp­lýs­inga sem nem­andinn læt­ur skól­an­um í té, og sjón­ar­miða sem tengj­ast skóla­sam­fé­lagi viðkom­andi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjöl­breytni í nem­enda­hópn­um“.

Sagði kerfið gam­aldags og úr­elt

„Það er rosa­lega mik­il­vægt að skól­ar end­ur­spegli fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins og all­ar rann­sókn­ir sýna það,“ full­yrti Guðrún í Kast­ljósi.

„Við vilj­um ekki búa til þessa hópa eða grúbb­ur, við vilj­um gefa öll­um tæki­færi og þetta frjálsa skóla­val bygg­ir fyrst og fremst á því að leyfa þeim sem hafa eins­leita þekk­ingu að raða sér inn í skól­ana og kom­ast þannig áfram í kerf­inu,“ bætti hún við.

Vísaði hún til þess að við inn­rit­un nem­enda í fram­halds­skóla sé litið til náms­ár­ang­urs í þrem­ur grein­um; ís­lensku, ensku og stærðfræði. 

Sagðist hún telja nú­ver­andi kerfi gam­aldags og úr­elt og að með því séu það fram­halds­skól­arn­ir sem velji nem­end­urna frek­ar en öf­ugt.

Óháð stétt og stöðu

Þessu sagðist Snorri ósam­mála og efaðist um að breyt­ing­arn­ar næðu að tryggja það mark­mið sem stjórn­völd segj­ast von­ast eft­ir: 

„Ég tel að í nú­ver­andi kerfi séu veru­lega mörg dæmi um það að grunn­skóla­nem­end­ur, óháð stétt og stöðu, kom­ist að þeirri niður­stöðu í skóla­kerf­inu í tí­unda bekk að nú sé ög­ur­stund, sama hversu grimmi­lega það hljóm­ar, og óháð þeirri stétt og stöðu þá get­ur þú staðið þig núna og þá get­ur þú kom­ist inn í þann skóla sem þú vilt kom­ast inn í,“ sagði Snorri.

„Að raska þessu og að færa þetta frá því að miða við ár­ang­ur nem­enda og yfir í þessa hina þætti er mér stór­lega til efs að muni tryggja það fé­lags­lega rétt­læti sem mark­miðið er.“

Fram­halds­skól­ar ættu þegar fullt í fangi með að búa nem­end­ur und­ir há­skóla­nám.

Breyt­ing­arn­ar hafi af­leiðing­ar

Guðrún sagði nú­ver­andi kerfi vera úti­lok­andi fyr­ir nem­end­ur sem séu af er­lendu bergi brotn­ir. Þeir skili sér síður inn í fram­halds­skól­ana og sagði hún mik­il­vægt að koma til móts við þessa nem­end­ur.

Þátta­stjórn­and­inn Urður Örlygs­dótt­ir benti þá á að á Íslandi kæm­ust all­ir inn í fram­halds­skóla.

„Já, en þú hef­ur ekki val um það,“ svaraði Guðrún.

„Það þurfa bara all­ir að taka ábyrgð á fjöl­breyti­leik­an­um. Það er mín sann­fær­ing eft­ir að hafa verið að skoða gögn­in sem við erum með og liggja til grund­vall­ar.“

Lær­ir svo margt annað líka

Tók hún fram að MR væri til dæm­is þegar kom­inn af stað með starfs­braut, en hún er ætluð nem­end­um sem stundað hafa nám í sér­deild­um grunn­skóla eða notið mik­ill­ar sér­kennslu á grunn­skóla­stigi.

„Og Kvenna­skól­inn er kom­inn með braut fyr­ir nem­end­ur af er­lend­um upp­runa. Við þurf­um bara að gera miklu, miklu bet­ur.“

Spurð hvort þetta hefði ekki áhrif á þá nem­end­ur sem vilja standa sig vel og vilja kom­ast inn í fram­halds­skóla, sagði Guðrún:

„Haldið þið virki­lega að þið standið ykk­ur illa ef þið eruð við hliðina á ein­hverj­um sem er ekki í efri stétt­um. Því þú lær­ir svo margt annað líka. Þú lær­ir sam­skipti, þú lær­ir að bera virðingu fyr­ir fólki. Og þessa mennsku. Sam­fé­lagið er fjöl­breytt og ef við öl­umst öll upp við það að vera í eins­leitn­inni, þá erum við ekki að þjóna þessu sam­fé­lagi sem við búum í.“

„Ég hafna því al­gjör­lega“

Snorri sagði mark­mið fram­halds­skóla, eins og annarra skóla, að veita eins góða mennt­un og kost­ur er á:

„Er ekki aug­ljóst, ef skól­arn­ir hverfa frá því að taka inn nem­end­ur á grund­velli náms­ár­ang­urs – það er vel að merkja ekki til­vilj­un að það er gert, það er gert vegna þess að þá geta þau reiknað sem mest­ar lík­ur á að ár­ang­ur­inn sem ná­ist síðan inni í skól­an­um sé sem best­ur – en það er ástæða fyr­ir því...“ sagði Snorri áður en Guðrún greip fram í:

„Sko, ein­kunn­ir eiga ekki að vera sort­er­ing­arma­skína inn í fram­halds­skól­ana. Ég hafna því al­gjör­lega að það sé ekki hægt að vera með ein­hverja sér­hæf­ingu og sér­stöðu skól­anna, ef þú tek­ur inn fjöl­breytt­an nem­enda­hóp,“ sagði hún.

Snorri hélt þá áfram:

„Það er ástæða fyr­ir því að fólk hef­ur miðað við náms­ár­ang­ur – það er vegna þess að það er að reyna ná sem best­um ár­angri inni í skól­an­um þegar þangað er komið.

Það er ekki að ástæðulausu og við get­um ekki fleygt því út án þess að það hafi af­leiðing­ar og þá geta menn geng­ist við því, að ár­ang­ur­inn verði þá verri.“

Sjá Kast­ljós.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert