Sex hópnauðganir á þremur og hálfum mánuði

Í sumum hópnauðgunarmálanna koma fíkniefnaviðskipti við sögu.
Í sumum hópnauðgunarmálanna koma fíkniefnaviðskipti við sögu. Ljósmynd/Colourbox

Sex hópnauðgun­ar­mál hafa ratað á borð lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu frá árs­byrj­un 2025. Lög­regla seg­ir þetta greini­lega vera aukn­ingu frá fyrri árum. Í ein­hverj­um til­fell­um komi fíkni­efnaviðskipti við sögu.

Í um­fjöll­un kvöld­frétta Stöðvar 2 fyrr í kvöld kom fram að á síðustu sex árum hafi um 6-9 hópnauðgun­ar­mál verið skráð á ári hjá embætti lög­reglu­stjóra. Nú eru rétt rúm­lega þrír mánuðir liðnir af 2025 og þegar hafa sex hópnauðgun­ar­mál verið skráð.

Þetta virðist því vera aukn­ing, seg­ir Bylgja Hrönn Bald­urs­dótt­ir, lög­reglu­full­trúi kyn­ferðis­brota­deild­ar hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Miðað við þess­ar töl­ur er ekki hægt að segja annað en það,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Í síðasta mánuði voru þrír hand­tekn­ir í tengsl­um við hópnauðgun­ar­mál í Reykja­vík.

Á aldr­in­um 18-45 ára

Ald­urs­bil gerenda og þolenda í mál­un­um er um 18-45 ára, seg­ir Bylgja, sem svar­ar aðspurð að all­ur gang­ur sé á því hvort gerend­ur séu eldri eða yngri en þoland­inn.

Í ein­hverju til­felli séu gerend­ur og þolandi af sama kyni. Yf­ir­leitt séu gerend­urn­ir tveir en hafi verið allt að fjór­ir.

Bylgja neitaði aft­ur á móti að svara hversu marg­ir gerend­ur í þess­um mál­um væru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar en í um­fjöll­un Stöðvar 2 kom fram að einn gerenda væri í far­banni.

Eru ein­hver til­felli þar sem þetta teng­ist öðrum glæp­um, man­sali t.a.m. eða fíkni­efna­sölu?

„Það má al­veg segja að í ein­hverj­um til­fell­um höf­um við séð að um fíkni­efna­sölu sé verið að ræða,“ svar­ar hún en fer ekki nán­ar út í saum­ana.

Umræða á sam­fé­lags­miðlum bendi til aukn­ing­ar

Bylgja seg­ist einnig við því fleiri mál rati inn á borð lög­regl­unn­ar með til­liti til umræðu á sam­fé­lags­miðlum.

„Umræðan á net­inu er bara þannig,“ svar­ar hún spurð út í þær vanga­velt­ur. „Maður hef­ur svona veður af því að það sé verið að ræða það á sam­fé­lags­miðlum að það séu fleiri aðilar sem ættu að fara að koma.“

En meira hafi hún ekki fyr­ir sér í þeim efn­um. 

Ef þessi þróun held­ur áfram má bú­ast við því að fjöldi til­kynntra hópnauðgana í ár veðri í hærri kannt­in­um.

„Þetta vek­ur mann til um­hugs­un­ar,“ seg­ir Bylgja, sem kveðst ekki vera með út­skýr­ingu fyr­ir þessu á reiðum hönd­um. „Mögu­lega er þetta bara meiri vit­und­ar­vakn­ing. Það má vel vera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert