Síðasta norðurljósadýrðin í bili

Norðurljósakóróna í gærkvöldi kl. 22.30.
Norðurljósakóróna í gærkvöldi kl. 22.30. Ljósmynd/Sævar Helgi Bragason

Í kvöld og í nótt gæt­um við fengið að sjá síðustu norður­ljósa­dýrðina í bili þar sem nú geis­ar býsna kröft­ug­ur seg­ul­storm­ur um jörðina.

Kór­ónugos sem varð á sól­inni fyr­ir þrem­ur dög­um varp­ar orku­rík­um sól­vindi til jarðar, sem þýðir að ef aðstæður verða áfram eins í kvöld gæti fólk orðið vitni að ákaf­lega fal­leg­um, lit­rík­um og kvik­um norður­ljós­um.

Stjörnu­fræðing­ur­inn Sæv­ar Helgi Braga­son, gjarn­an kennd­ur við viðfangs­efnið sitt sem Stjörnu-Sæv­ar, bend­ir á þetta í til­kynn­ingu til fjöl­miðla.

Hann seg­ir að best sé að gjóa aug­un­um til him­ins upp úr 22.30 og fram yfir miðnætti.

Ekki leng­ur full­komið myrk­ur á Íslandi

Hægt er að fylgj­ast með ná­kvæm­um upp­lýs­ing­um um geim­veðrið á norður­ljósa- og stjörnu­skoðun­ar­vefn­um icelandatnig­ht.is/​is. Þar má enn­frem­ur sjá skýja­hulu­kort en aðstæður eru kjörn­ar mjög víða um land.

Norður­ljósa­tíma­bilið er senn á enda, að sögn Sæv­ars, nú þegar ekki er leng­ur full­komið myrk­ur á Íslandi.

Sæv­ar seg­ir að tíma­bilið hafi verið með ágæt­um en gleðifregn­in sé sú að næstu ár verði norður­ljós­in í há­marki þegar virkni sól­ar fer smám sam­an dvín­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert