Sjúkratryggingar leggja stein í götu fyrirtækisins

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Seg­ulóm­fyr­ir­tækið Intu­ens tók til starfa 2023. For­svars­menn þess segja að tækni þess og þjón­usta geti aukið hag­kvæmni í rík­is­rekstri. Þrátt fyr­ir það gera Sjúkra­trygg­ing­ar allt til að kné­setja það.

    Þetta full­yrða stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins í afar upp­lýs­andi viðtali á vett­vangi Spurs­mála. Stein­unn Erla Thorlacius er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins en hún er einnig menntaður geisla­fræðing­ur. Guðbjart­ur Ólafs­son er heim­il­is­lækn­ir og starfar hjá fyr­ir­tæk­inu.

    Þrjú fyr­ir­tæki um hit­una

    Þrjú fyr­ir­tæki sinna seg­ulómþjón­ustu eða mynd­grein­ingu við heil­brigðis­kerfið á Íslandi, auk þeirra tækja sem starf­rækt eru und­ir merkj­um Land­spít­ala Há­skóla­sjúkra­húss.

    Eft­ir að Intu­ens kom á markað með nýj­ustu tækni frá tækn­iris­an­um Phil­ips hef­ur fyr­ir­tækið gert reka að því að fá aðkomu að þjón­ustu­samn­ing­um Sjúkra­trygg­inga Íslands.

    Í þeirri vinnu kom í ljós að samn­ing­ar sem í gildi höfðu verið við önn­ur fyr­ir­tæki ára­tug­um sam­an stóðust ekki lög. Var þá ákveðið að ráðast í útboð á þjón­ust­unni og þá í því skyni að tryggja aðgengi aðila á markaði en fyrst og fremst til þess að tryggja besta verð fyr­ir rík­is­sjóð sem ber hit­ann og þung­ann af kostnaði við þjón­ust­una.

    For­svars­menn Intu­ens segja að Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hafi þá klæðskerasniðið útboðið þannig að nýtt fyr­ir­tæki gæti ómögu­lega komið sér fyr­ir á markaðnum.

    Intuens rekur hátæknibúnað til segulómunar sem kemur úr smiðju Philips. …
    Intu­ens rek­ur há­tækni­búnað til seg­ulóm­un­ar sem kem­ur úr smiðju Phil­ips. Tæki af þessu tagi kost­ar um 300 millj­ón­ir króna í inn­kaup­um. Ljós­mynd/​Intu­ens

    Slegið á putt­ana á Sjúkra­trygg­ing­um

    Hafa stofn­an­ir á borð við Sam­keppnis­eft­ir­litið og kær­u­nefnd útboðsmá­la slegið á putt­ana á stofn­un­inni. Þá hef­ur umboðsmaður Alþing­is einnig málið til skoðunar á sín­um vett­vangi.

    For­svars­menn Intu­ens segj­ast þó ekki af baki dottn­ir. Og fyr­ir­tækið býður upp á vin­sæla þjón­ustu sem fólk greiðir að fullu fyr­ir sjálft. Felst það í svo­kallaðri heil­mynda­töku eða heil­skoðun en með henni er hægt að greina og bregðast við ýms­um und­ir­liggj­andi lík­am­leg­um kvill­um sem fólk get­ur verið ein­kenna­laust af.

    Viðtalið við Stein­unni og Guðbjart má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert