Bíll af gerðinni Toyota Proace sem stolið var í Mosfellsbæ er kominn í leitirnar. Þetta staðfestir Hildur Rún Björnsdóttir lögreglufulltrúi sem segir að bíllinn hafi fundist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og að hann hafi komið í leitirnar rétt í þessu.
Þá hafði bílsins verið leitað frá því í gærkvöldi.