Tryggir áframhaldandi leigu á þyrlum Gæslunnar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gekk frá samningnum.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gekk frá samningnum. Morgunblaðið/Karítas

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra hef­ur gengið frá samn­ingi um áfram­hald­andi leigu á þrem­ur þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Samn­ing­ur­inn er til næstu sjö ára.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Dóms­málaráðuneyt­inu. 

Þyrlurn­ar eru af gerðinni Air­bus Super Puma H225 en þær komu inn í þyrlu­flota Land­helg­is­gæsl­unn­ar á ár­un­um 2019-2021. Þær eru sér­stak­lega út­bún­ar til leit­ar- og björg­un­ar­starfa á norðlæg­um slóðum en með þess­um nýja samn­ingi verður út­búnaður þeirra bætt­ur. 

Dóms­málaráðherra seg­ir samn­ing­inn mik­il­væg­an fyr­ir starf­semi Land­helg­is­gæsl­unn­ar. 

End­ur­spegli áhersl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar

„Nýr leigu­samn­ing­ur fyr­ir björg­un­arþyrl­ur Land­helg­is­gæslu Íslands er ákaf­lega þýðing­ar­mik­ill en með hon­um er viðbragðsgeta Land­helg­is­gæsl­unn­ar til leit­ar- og björg­un­ar tryggð inn­an ís­lensku efna­hagslög­sög­unn­ar næstu sjö árin hið minnsta. Þyrlurn­ar hafa gegnt lyk­il­hlut­verki við leit og björg­un, sjúkra­flutn­inga og al­manna­ör­yggi. Það er ljóst að þyrlurn­ar hafa skipt sköp­um við afar krefj­andi björg­un­araðstæður bæði á sjó á landi,“ er haft eft­ir Þor­björgu Sig­ríði í til­kynn­ing­unni. 

Dóms­málaráðherra seg­ir samn­ing­inn einnig end­ur­spegla áhersl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar hvað varðar ör­ygg­is­mál, mik­il­vægt sé að tryggja ör­yggi fólks í land­inu. 

Um­sam­inn leigu­fjár­hæð fyr­ir öll sjö árin sem þyrlun­ar eru leigðar er um átta millj­arðar króna.

Lesa má meira um málið á Vef Stjórn­ar­ráðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert