„Við höfum ekki fengið svar“

Erna Sigurðardóttir fer yfir úrræðaleysi foreldra á Seltjarnarnesi vegna ólestrar …
Erna Sigurðardóttir fer yfir úrræðaleysi foreldra á Seltjarnarnesi vegna ólestrar á leikskólamálum og spyr hvort bærinn hafi íhugað það útsvarstap sem hann verði fyrir við að fjöldi foreldra komist ekki út á vinnumarkaðinn. Ljósmynd/Aðsend

„Við höf­um ekki séð neina aug­lýs­ingu, þetta átti að ger­ast í síðustu viku og svo átti að gefa þessu þrjár vik­ur eft­ir að aug­lýs­ing­inn væri kom­in í loftið til að sjá hvernig gengi. Við pressuðum á að það yrði tím­arammi á þessu,“ seg­ir Erna Sig­urðardótt­ir móðir á Seltjarn­ar­nesi þar sem leik­skóla­mál hafa um nokk­urt skeið verið í ólestri.

Vís­ar Erna til aug­lýs­ing­ar eft­ir ann­ars veg­ar dag­for­eldr­um sem vilja starfa í hús­næði á veg­um bæj­ar­ins í Seltjarn­ar­nes­kirkju og hins veg­ar dag­for­eldr­um sem vilja starfa í eig­in rými, en fyr­ir­ætl­un um aug­lýs­ing­arn­ar var kynnt for­eldr­um á fundi með bæj­ar­stjóra ný­verið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert