20 ungmenni með ólæti: Starfsmaður sleginn í bringuna

Hópurinn var ekki á leiðinni í sund.
Hópurinn var ekki á leiðinni í sund. mbl.is/Hallur Már

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu var til­kynnt um 20 manna ung­menna­hóp með ólæti í and­dyri Laug­ar­dals­laug­ar í gær­kvöldi.

„Hóp­ur­inn ekki á leiðinni í sund held­ur inni að „veipa“ og með al­menn leiðindi við starfs­fólk,“ er meðal þess sem seg­ir um málið í dag­bók lög­reglu.

Kem­ur þar fram að starfsmaður laug­ar­inn­ar hafi gert ít­rekaðar til­raun­ir til að vísa hópn­um út. Í síðustu til­raun hafi ein stúlk­an í hópn­um slegið starfs­mann­inn einu sinni í bring­una.

Þekkt­ur hóp­ur

„Starfsmaður­inn var ekki með nein­ar kröf­ur. Hóp­ur­inn var á bak og burt þegar lög­regla kom á staðinn,“ seg­ir í dag­bók­inni.

Að sögn starfs­manns­ins var um að ræða þekkt­an krakka­hóp sem hef­ur vanið kom­ur sín­ar við helstu versl­un­ar­kjarna borg­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert