Áfram út um glugga þar sem alvarlegt slys varð

Á þessu ári hafa borist 93 leitarbeiðnir vegna týndra barna, …
Á þessu ári hafa borist 93 leitarbeiðnir vegna týndra barna, miðað við 54 beiðnir á sama tíma í fyrra. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/Eggert

Frá ára­mót­um hafa verið skráð 22 strok af meðferðar­heim­il­inu Blöndu­hlíð, en það hóf starf­semi á Vogi í byrj­un fe­brú­ar. Sjö strok eru skráð af Stuðlum á sama tíma og eru strok af meðferðar­heim­il­um fyr­ir börn og ung­linga því orðin 29 tals­ins á ár­inu.

Barna- og fjöl­skyldu­stofa vill meina að gerðar hafi verið ráðstaf­an­ir til að koma í veg fyr­ir að börn geti farið út um glugga í Blöndu­hlíð og tryggja ör­yggi þeirra, en strok­um af meðferðar­heim­il­inu hef­ur þó ekki fækkað.

Það sem af er ári eru komn­ar 93 leit­ar­beiðnir vegna týndra barna og ung­linga en inni í þeim töl­um eru áður­nefnd strok. Fyrstu fjóra mánuði síðasta árs voru leit­ar­beiðnirn­ar 54 tals­ins, en vert er að hafa í huga að aðeins eru þrír og hálf­ur mánuður liðnir af þessu ári. Leit­ar­beiðnum hef­ur nú þegar fjölgað um rúm 70 pró­sent á milli ára, en sú pró­sentutala verður vænt­an­lega orðin hærri í lok mánaðar­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka