Ákvörðun sem er í mótsögn við lýðheilsustefnu

Veitur hafa bannað Heiðmerkuhlaupið vegna vatnsverndar.
Veitur hafa bannað Heiðmerkuhlaupið vegna vatnsverndar. Morgunblaðið/Íris

„Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur ef það verður að veru­leika að tak­marka bílaum­ferð um Heiðmörk­ina. Það mun draga úr aðsókn gesta ef fólk þarf að ganga ein­hverja kíló­metra að þeim svæðum þar sem viðburðir eru haldn­ir,“ seg­ir Jó­hann­es Bene­dikts­son, formaður Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.

Hann seg­ir Skóg­rækt­ar­fé­lagið mjög meðvitað um mik­il­vægi vatns­vernd­ar og tel­ur mik­il­vægt að Veit­ur og Skóg­rækt­ar­fé­lagið séu í góðu sam­starfi um rekst­ur Heiðmerk­ur­inn­ar.

„Við höf­um leitað til sér­fræðinga í vatns­vernd­ar­mál­um sem hafa lagt til að í stað þess að girða af 35 hekt­ara svæði með til­heyr­andi breyt­ing­um á göngu­stíg­um verði skoðað að loka 50 ára gam­alli holu við Myllu­læk og ný hola boruð í Vatns­endakrika sem er mun nær meg­in­streymi vatnstök­unn­ar. Verði það gert dreg­ur veru­lega úr hættu af þeirri um­ferð sem nú fer um Heiðmörk­ina.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert