Alvarleg árás gagnvart trans konu ekki einsdæmi

Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna 78, segir árás sem þessa …
Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna 78, segir árás sem þessa ekki einsdæmi. Samsett mynd

Hóp­ur ung­lings­drengja réðst á trans konu fyr­ir utan lík­ams­rækt­ar­stöð World Class í Laug­um í haust og hlaut kon­an tölu­verða lík­am­lega áverka. Bjarn­dís Helga Tóm­as­dótt­ir, formaður sam­tak­anna 78, seg­ir al­var­lega árás sem þessa ekki eins­dæmi.

„Við höf­um séð al­veg um­tals­verða aukn­ingu sein­ustu tvö til þrjú ár á of­beldi og áreitni gagn­vart trans fólki og hinseg­in fólki al­mennt,“ sagði Bjarn­dís Helga í sam­tali við mbl.is.

Al­mennt hef­ur því áreitni og of­beldi færst í auk­ana gagn­vart trans fólki hér­lend­is að sögn Bjarn­dís­ar. Hún seg­ir einnig að því miður sé það ekki eins­dæmi að árás­irn­ar séu á jafn háu al­var­leika­stigi og raun bar vitni í um­ræddri árás síðastliðið haust.

„Þetta er ekki eins­dæmi að beitt sé svona grófu of­beldi og þess­um árás­um hef­ur fjölgað núna á milli ára.“

Reyn Alpha Magnúsdóttir er forseti samtakanna Trans Ísland.
Reyn Alpha Magnús­dótt­ir er for­seti sam­tak­anna Trans Ísland. Ljós­mynd/​Aðsend

Óör­ygg­is­til­finn­ing fer vax­andi

Reyn Alpha Magnús­dótt­ir, for­seti sam­tak­anna Trans Ísland, seg­ir einnig að of­beldi gagn­vart trans fólki sé tví­mæla­laust að fær­ast í auk­ana. 

„Þessi óör­ygg­is­til­finn­ing fer al­veg klár­lega vax­andi meðal trans fólks,“ seg­ir Reyn Alpha í sam­tali við mbl.is.

Að sögn Reyn er þetta hluti af alþjóðlegri þróun sem sést víða um heim. Skipu­lagðir hóp­ar hafa að sögn Reyn hag af því að grafa gegn mann­rétt­ind­um sem hafa verið gild­andi síðastliðna ára­tugi og beita því hat­ursorðræðu gegn hinseg­in fólki.

„Sam­fé­lags­miðlar hafa spilað stór­an þátt í þessu þar sem hat­ursorðræða flæðir um allt og er yf­ir­gnæf­andi alls staðar sem trans mann­eskja kem­ur við sögu. Til­koma miðla eins og Tikt­ok sem eru voðal­ega stýrðir fyr­ir hvern einn og not­anda hef­ur leitt til þess að auðvelt er að fest­ast í kan­ínu­holu hat­urs.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert