Bæjarstjórinn í Bolungarvík sigraði í sprettgöngunni

Sprettganga á skíðum á Ísafirði.
Sprettganga á skíðum á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Skíðavik­an á Ísaf­irði var sett í gær á Silf­ur­torgi á Ísaf­irði. Í fram­haldi af því var keppt í sprett­göngu á skíðum í hjarta bæj­ar­ins en sótt­ur var snjór upp á heiði og Hafn­ar­stræti í kjöl­farið und­ir­lagt snjó.

Bæj­ar­stjór­arn­ir í Bol­ung­ar­vík og á Ísaf­irði öttu kappi. Hér sést Jón Páll Hreins­son úr Bol­ung­ar­vík koma sjón­ar­mun fyrr í mark, rétt á und­an Sig­ríði Júlíu Bryn­leifs­dótt­ur, bæj­ar­stjóra á Ísaf­irði.

Nóg er um að vera um pásk­ana á Ísaf­irði en fram und­an er tón­list­ar­hátíðin Aldrei fór ég suður sem hald­in hef­ur verið á Ísaf­irði um páska­helg­ina í rúm 20 ár og er orðin fast­ur liður í bæn­um um páska.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert