Skíðavikan á Ísafirði var sett í gær á Silfurtorgi á Ísafirði. Í framhaldi af því var keppt í sprettgöngu á skíðum í hjarta bæjarins en sóttur var snjór upp á heiði og Hafnarstræti í kjölfarið undirlagt snjó.
Bæjarstjórarnir í Bolungarvík og á Ísafirði öttu kappi. Hér sést Jón Páll Hreinsson úr Bolungarvík koma sjónarmun fyrr í mark, rétt á undan Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra á Ísafirði.
Nóg er um að vera um páskana á Ísafirði en fram undan er tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem haldin hefur verið á Ísafirði um páskahelgina í rúm 20 ár og er orðin fastur liður í bænum um páska.