Bætir heldur í ofankomu

Dálítið éljaloft er fyrir norðan og austan.
Dálítið éljaloft er fyrir norðan og austan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bú­ast má við norðan kalda eða stinn­ings­kalda á land­inu í dag. Á Aust­fjörðum er spáð all­hvassri norðvestanátt fram eft­ir degi, að því er seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings Veður­stof­unn­ar.

„Dá­lítið éljaloft er norðan- og aust­an­lands og hiti um frost­mark en í kvöld bæt­ir held­ur í ofan­komu um tíma. Sunn­an heiða er yf­ir­leitt bjart og hiti að 6 stig­um að deg­in­um.“

Á morg­un er spáð breyti­legri átt, 3-8 m/​s, en áfram norðvest­an strekk­ingi á suðaust­an­verðu land­inu. Í flest­um lands­hlut­um verður þá bjart. Þó verða sums staðar stöku él eða skúr­ir.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert