Byssuskot fannst á leikvelli á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögregla var kölluð til og lagði hún hald á skotið.
Þetta kemur fram í yfirliti yfir verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ekki kemur fram hvar leikvöllurinn er, en lögreglustöð 1 sinnti útkallinu. Sú lögreglustöð sinnir útköllum í austurbænum, miðbænum, vesturbænum og á Seltjarnarnesi.