Byssuskot fannst á leikvelli

Myndin tengist fréttinni ekki beint, en ekki kemur fram í …
Myndin tengist fréttinni ekki beint, en ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu á hvaða leikvelli byssuskotið fannst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byssu­skot fannst á leik­velli á höfuðborg­ar­svæðinu í dag. Lög­regla var kölluð til og lagði hún hald á skotið. 

Þetta kem­ur fram í yf­ir­liti yfir verk­efni lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í dag. Ekki kem­ur fram hvar leik­völl­ur­inn er, en lög­reglu­stöð 1 sinnti út­kall­inu. Sú lög­reglu­stöð sinn­ir út­köll­um í aust­ur­bæn­um, miðbæn­um, vest­ur­bæn­um og á Seltjarn­ar­nesi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert