Fyrsta veðurspá fyrir sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti er eftir viku. Fyrsta spá gefur til kynna …
Sumardagurinn fyrsti er eftir viku. Fyrsta spá gefur til kynna að hlýtt verði í veðri, en þó rigning. mbl.is/Eyþór

Sum­ar­dag­ur­inn fyrsti er eft­ir eina viku og því varla tíma­bært að líta til veðurs al­veg strax. Fyrsta spá­in er þó kom­in fyr­ir þenn­an dag sem Íslend­inga leng­ir eft­ir all­an vet­ur­inn.

Á vef Veður­stofu Íslands seg­ir um veður­horf­ur á fimmtu­dag­inn í næstu viku, sum­ar­dag­inn fyrsta: „Útlit fyr­ir ákveðna austanátt með rign­ingu og hlýju veðri, en yf­ir­leitt bjart og þurrt norðan til.“

Sum­ar­dag­ur­inn fyrsti er lög­boðinn frí­dag­ur á Íslandi og ber alltaf upp á fimmtu­degi. Var hann gerður að lög­boðnum frí­degi árið 1971.

Í svari Trausta Jóns­son­ar, sem birt er á Vís­inda­vefn­um en þó tekið af vef Veður­stof­unn­ar, seg­ir að sum­ar­dag­ur­inn fyrsti sé alltaf ann­ar fimmtu­dag­ur­inn eft­ir Leon­is­dag, sem er 11. apríl hvert ár. 

Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert