Ómetanlegur fundur

Vatnslitamyndirnar sem fundust fyrir tilviljun. Nistið með ártalinu er á …
Vatnslitamyndirnar sem fundust fyrir tilviljun. Nistið með ártalinu er á myndinni lengst til vinstri.

Fimm frum­mynd­ir, stór­ar vatns­lita­mynd­ir, úr leiðangri Eggerts Ólafs­son­ar og Bjarna Páls­son­ar 1752-1757, sem fjallað er um í máli og mynd­um í ferðabók þeirra, eru loks komn­ar í leit­irn­ar eft­ir að hafa verið af­skrifaðar um langt skeið.

Hrefna Ró­berts­dótt­ir, sagn­fræðing­ur og þjóðskjala­vörður, og Ann­rík­is­hjón­in Guðrún Hild­ur Rosenkjær og Ásmund­ur Kristjáns­son gullsmiður, sér­fræðing­ar í ís­lensk­um bún­ing­um, staðfestu það eft­ir að hafa skoðað mynd­irn­ar á Rík­is­lista­safni Dan­merk­ur í Kaup­manna­höfn fyr­ir skömmu.

„Mynd­irn­ar eru ómet­an­leg­ar heim­ild­ir um klæðaburð og skart á Íslandi á þess­um tíma og tíma­móta­fund­ur fyr­ir okk­ur sem rann­sök­um bún­inga,“ seg­ir Guðrún Hild­ur, sem er klæðskeri, kjóla­meist­ari og sagn­fræðing­ur og hef­ur rann­sakað ís­lenska bún­inga í yfir tvo ára­tugi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert