Óviðræðuhæfur maður í umferðaróhappi

Maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis- …
Maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis- og fíkniefna er hann ók bílnum og um vörslu fíkniefna. Auk þess hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður bíls sem lenti í um­ferðaró­happi í útjaðri höfuðborg­ar­inn­ar í dag var með öllu óviðræðuhæf­ur þegar lög­reglu bar að garði. 

Sá óviðræðuhæfi var hand­tek­inn, grunaður um ölv­un­ar- og fíkni­efna­akst­ur og var vistaður í fanga­klefa í þágu rann­sókn­ar máls­ins. 

Í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir einnig að ökumaður­inn óviðræðuhæfi sé einnig grunaður um vörslu fíkni­efna sem og að hafa ekið án öku­rétt­inda, en hafði hann áður verið svipt­ur þeim rétt­ind­um.

Málið er í frek­ari rann­sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert