Ökumaður bíls sem lenti í umferðaróhappi í útjaðri höfuðborgarinnar í dag var með öllu óviðræðuhæfur þegar lögreglu bar að garði.
Sá óviðræðuhæfi var handtekinn, grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur og var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir einnig að ökumaðurinn óviðræðuhæfi sé einnig grunaður um vörslu fíkniefna sem og að hafa ekið án ökuréttinda, en hafði hann áður verið sviptur þeim réttindum.
Málið er í frekari rannsókn.