Páskaveðrið verði nokkuð gott

Spáð er rólegu veðri um land allt um páskana. Við …
Spáð er rólegu veðri um land allt um páskana. Við erum smám saman að skríða að vori í Reykjavík að sögn veðurfræðings. Ljósmynd/Guðni Valberg

Veður­horf­ur um land allt eru nokkuð góðar nú um páska­helg­ina. Sól­in ætti að láta sjá sig um nær allt land og hita­stig að öll­um lík­ind­um nokkuð yfir frost­marki víða.

„Veðrið um allt land um páska­helg­ina verður nokkuð gott. Það verður þó élja­gang­ur á Norður­landi í dag en aft­ur á móti bjart og þurrt sunn­an­lands. Úrkom­an fyr­ir norðan hætt­ir svo í fyrra­málið og þá er spáð þar hæg­um vindi. Það er all­hvöss norðvest­an átt á suðaust­ur­horn­inu en það mun síðan lægja annað kvöld,“ seg­ir Marcel de Vries, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Bjart veður er í vænt­um um mest­allt land, spá­in á laug­ar­dag­inn er til að mynda á þann hátt að sól er spáð hvert sem litið er á land­inu. Marcel seg­ir að hugs­an­lega verði þó eitt­hvað um ský á norður­land­inu.

Sam­kvæmt veður­spá á páska­dag verður þó nokkuð skýjað víðs veg­ar um landið. Hæsta hit­an­um er spáð á Vest­ur­landi en hita­stigi þar er spáð allt að átta gráðum; hita­stig gæti hins veg­ar verið við frost­mark á norðaust­ur­horn­inu.

Svipaða sögu er að segja af veður­spá fyr­ir ann­an í pásk­um, á mánu­dag. Al­skýjað verður víðast hvar á land­inu en létt­skýjað á Vest­ur­landi. Hit­inn gæti náð allt að átta gráðum við Kirkju­bæj­arklaust­ur.

Vorið ekki endi­lega komið í Reykja­vík

Ef litið er á lang­tíma­veður­spár er út­lit fyr­ir það að í næstu viku muni draga úr næt­ur­frosti á suðvest­ur­horn­inu og hita­stigi yfir dag­inn er spáð í tveggja stafa tölu, það er vel við hæfi enda er sum­ar­dag­ur­inn fyrsti á fimmtu­dag­inn næsta. Marcel vill þó ekki lýsa því yfir að vorið sé í aug­sýn.

„Það verður í næstu viku tíu stig yfir dag­inn, það er ekki spáð frosti á næt­urn­ar en það er þó ekki úti­lokað að það verði eitt­hvað næt­ur­frost seint á næt­urn­ar, sér­stak­lega við Víðidal.“

„Ég hef verið veður­fræðing­ur á Íslandi í fimm ár og ég þekki það að það er erfitt að full­yrða að vorið sé komið. Íslenskt vor er þannig að það kem­ur og svo fer það aft­ur. Þetta er samt þannig að það er smám sam­an að skríða að vori en mér finnst erfitt að segja að vorið sé komið því það get­ur farið aft­ur,“ sagði Marcel að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert