Ræða áhrif geimskota á íslenskt yfirráðasvæði

Skyrora-fyrirtækið skaut eldflaug héðan frá Langanesi árið 2022.
Skyrora-fyrirtækið skaut eldflaug héðan frá Langanesi árið 2022. Ljósmynd/Skyrora

Íslensk og bresk stjórn­völd eiga nú í viðræðum vegna fyr­ir­hugaðra geim­skota, sem eiga að hefjast frá nýj­um geim­skot­palli, Saxa­Vord, á eyj­unni Únst á Hjalt­lands­eyj­um.

Stefnt er að því að pall­ur­inn verði tek­inn í notk­un seinni hluta árs­ins, en geim­skot þaðan eiga að fara í norðurátt frá Hjalt­lands­eyj­um.

Sam­ráð ríkj­anna tveggja á sér stað á grunni vilja­yf­ir­lýs­ing­ar sem Guðlaug­ur Þór Þórðar­son þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra und­ir­ritaði í júní árið 2021, en vilja­yf­ir­lýs­ing­in fjall­ar m.a. um sam­eig­in­legt verklag ríkj­anna við að tryggja leyfi fyr­ir geim­skot­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert