Íslensk og bresk stjórnvöld eiga nú í viðræðum vegna fyrirhugaðra geimskota, sem eiga að hefjast frá nýjum geimskotpalli, SaxaVord, á eyjunni Únst á Hjaltlandseyjum.
Stefnt er að því að pallurinn verði tekinn í notkun seinni hluta ársins, en geimskot þaðan eiga að fara í norðurátt frá Hjaltlandseyjum.
Samráð ríkjanna tveggja á sér stað á grunni viljayfirlýsingar sem Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra undirritaði í júní árið 2021, en viljayfirlýsingin fjallar m.a. um sameiginlegt verklag ríkjanna við að tryggja leyfi fyrir geimskotum.
Hafa íslensk stjórnvöld komið á framfæri ábendingum vegna starfseminnar, en gera má ráð fyrir að loka þurfi hluta af íslenska flugstjórnarsvæðinu þegar geimskot sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands eru framkvæmd.
Þá hafa ríkin tvö einnig rætt verklag vegna mögulegra brota og búnaðar úr flaugunum sem gætu fallið innan íslensku efnahagslögsögunnar.
Stefnt er að því að allt að 30 geimskot verði á ári frá SaxaVord, en bresk stjórnvöld gera ráð fyrir að 1-3 geimskot á ári muni hafa áhrif á íslenskt yfirráðasvæði.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.