„Fjármálaràð bendir í athugasemdum sinum í öllum meginatriðum á sömu þætti og við gagnrýndum þegar áætlunin kom fyrst til umræðu. Gagnrýni fjármálaráðs kemur okkur því ekki á óvart að öðru leyti en því að stjórnarliðar fullyrtu við okkur að fjármálaráð fagnaði þessu nýja verklagi sérstaklega sem hefur augljóslega verið orðum aukið svo ekki sé dýpra í árinni tekið,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hún segir stjórnarliða hafa farið langt fram úr sér við að réttlæta framsetningu sína.
„Fjármálaráðherra bætti svo við í tilefni af gagnrýni okkar að hin nýja framsetning væri til að koma til móts við athugasemdir til að mynda fjármálaráðs sem var þá til þess fallið að gera lítið úr réttmætri gagnrýni okkar. Það er því augljóst að þarna hafa stjórnarliðar farið langt fram úr sér við réttlætingu á þessari einkar ógagnsæju framsetningu sinni sem hefur nú verið rekið til baka af fjármálaráði og við munum að sjálfsögðu fylgja eftir á þinginu sem hingað til.“
Hún segir athugasemdir fjármálaráðs í álitsgerð þess vegna fjármálaáætlunar 2026-2030 sýna að það hafi verið full innistæða fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hvernig fjármálaáætlun var sett fram, sem endaði á því að þingmenn í stjórnarandstöðu gengu út.
„Það gerði stjórnarandstaðan því í fjármálaáætluninni var einfaldlega ekki að finna neinar þær upplýsingar sem við þurfum um hvað ráðherrarnir áforma til að geta sinnt hlutverki okkar í umræðu um áætlunina.“
Hún segir fjármálaráð nú hafa staðfest að ráðið telji sig ekki heldur geta framfylgt sínu lögboðna hlutverki að rýna fjármálaáætlunina eins og hún var sett fram af núverandi ríkisstjórn.
„Fjármálaràð bendir í athugasemdum sinum í öllum meginatriðum á sömu þætti og við gagnrýndum þegar áætlunin kom fyrst til umræðu. Gagnrýni fjármálaráðs kemur okkur því ekki á óvart að öðru leyti en því að stjórnarliðar fullyrtu við okkur að fjármálaráð fagnaði þessu nýja verklagi sérstaklega sem hefur augljóslega verið orðum aukið svo ekki sé dýpra í árinni tekið.“