Stjórnarliðar hallað réttu máli

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Karítas

„Fjár­mál­aràð bend­ir í at­huga­semd­um sin­um í öll­um meg­in­at­riðum á sömu þætti og við gagn­rýnd­um þegar áætl­un­in kom fyrst til umræðu. Gagn­rýni fjár­málaráðs kem­ur okk­ur því ekki á óvart að öðru leyti en því að stjórn­ar­liðar full­yrtu við okk­ur að fjár­málaráð fagnaði þessu nýja verklagi sér­stak­lega sem hef­ur aug­ljós­lega verið orðum aukið svo ekki sé dýpra í ár­inni tekið,“ seg­ir Hild­ur Sverr­is­dótt­ir þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Hún seg­ir stjórn­ar­liða hafa farið langt fram úr sér við að rétt­læta fram­setn­ingu sína.

„Fjár­málaráðherra bætti svo við í til­efni af gagn­rýni okk­ar að hin nýja fram­setn­ing væri til að koma til móts við at­huga­semd­ir til að mynda fjár­málaráðs sem var þá til þess fallið að gera lítið úr rétt­mætri gagn­rýni okk­ar. Það er því aug­ljóst að þarna hafa stjórn­ar­liðar farið langt fram úr sér við rétt­læt­ingu á þess­ari einkar ógagn­sæju fram­setn­ingu sinni sem hef­ur nú verið rekið til baka af fjár­málaráði og við mun­um að sjálf­sögðu fylgja eft­ir á þing­inu sem hingað til.“

Full inni­stæða fyr­ir gagn­rýni stjórn­ar­and­stöðu

Hún seg­ir at­huga­semd­ir fjár­málaráðs í álits­gerð þess vegna fjár­mála­áætl­un­ar 2026-2030 sýna að það hafi verið full inni­stæða fyr­ir gagn­rýni stjórn­ar­and­stöðunn­ar á hvernig fjár­mála­áætl­un var sett fram, sem endaði á því að þing­menn í stjórn­ar­and­stöðu gengu út.

„Það gerði stjórn­ar­andstaðan því í fjár­mála­áætl­un­inni var ein­fald­lega ekki að finna nein­ar þær upp­lýs­ing­ar sem við þurf­um um hvað ráðherr­arn­ir áforma til að geta sinnt hlut­verki okk­ar í umræðu um áætl­un­ina.“

Hún seg­ir fjár­málaráð nú hafa staðfest að ráðið telji sig ekki held­ur geta fram­fylgt sínu lög­boðna hlut­verki að rýna fjár­mála­áætl­un­ina eins og hún var sett fram af nú­ver­andi rík­is­stjórn.

„Fjár­mál­aràð bend­ir í at­huga­semd­um sin­um í öll­um meg­in­at­riðum á sömu þætti og við gagn­rýnd­um þegar áætl­un­in kom fyrst til umræðu. Gagn­rýni fjár­málaráðs kem­ur okk­ur því ekki á óvart að öðru leyti en því að stjórn­ar­liðar full­yrtu við okk­ur að fjár­málaráð fagnaði þessu nýja verklagi sér­stak­lega sem hef­ur aug­ljós­lega verið orðum aukið svo ekki sé dýpra í ár­inni tekið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert