„Þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur en hjá öðrum sveitarfélögum. Við þurfum að skoða allt,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Ýmsar tillögur um hagræðingu í rekstri bæjarins voru samþykktar í bæjarráði á dögunum. Er það gert til að mæta kostnaði við nýja kjarasamninga kennara að sögn Þórs. Áhrif samninganna eru metin á 106 milljónir króna í ár en 160 milljónir á ársgrundvelli.
Meðal þess sem samþykkt hefur verið er að stytta þjónustutíma sundlaugar bæjarins. Draga á úr því að hafa opið á rauðum dögum, opna laugina seinna um helgar en verið hefur og stytta tímann um klukkustund á virkum dögum.
Þór segir að ekki hafi enn verið ákveðið hvort þessar breytingar taka gildi fyrir eða eftir sumarið.
Þá hefur einnig verið ákveðið að stytta afgreiðslutíma bókasafnsins í bænum um hálftíma dag hvern, frá 18.30 niður í 18.
Auk þessa á að ná fram 50 milljóna króna sparnaði á skólasviði án þess þó að það bitni á þjónustunni. Sú hagræðing kemur til framkvæmda á næsta skólaári.
Morgunblaðið hefur greint frá því að vinnutími ungmenna í vinnuskólanum verði skertur í sumar.
Frekari hagræðing er til skoðunar. „Við skoðum líka framkvæmdasviðið og fleira. En það verður samt malbikað og bærinn gerður fallegur í sumar. Þetta eru ekki tóm leiðindi.“
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.