Stytta þjónustutíma í sundlaug og á bókasafni

Sundlaugin á Seltjarnarnesi.
Sundlaugin á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Seltjarnarnes

„Þetta er ekk­ert öðru­vísi hjá okk­ur en hjá öðrum sveit­ar­fé­lög­um. Við þurf­um að skoða allt,“ seg­ir Þór Sig­ur­geirs­son, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi.

Ýmsar til­lög­ur um hagræðingu í rekstri bæj­ar­ins voru samþykkt­ar í bæj­ar­ráði á dög­un­um. Er það gert til að mæta kostnaði við nýja kjara­samn­inga kenn­ara að sögn Þórs. Áhrif samn­ing­anna eru met­in á 106 millj­ón­ir króna í ár en 160 millj­ón­ir á árs­grund­velli.

Meðal þess sem samþykkt hef­ur verið er að stytta þjón­ustu­tíma sund­laug­ar bæj­ar­ins. Draga á úr því að hafa opið á rauðum dög­um, opna laug­ina seinna um helg­ar en verið hef­ur og stytta tím­ann um klukku­stund á virk­um dög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert