Veitur ætla að banna einkabílinn í Heiðmörk

Ekki verður lengur hægt að fara í bíltúr um Heiðmörk …
Ekki verður lengur hægt að fara í bíltúr um Heiðmörk þar sem Veitur telja það ógna vatnsverndarsvæði. mbl.is/Sigurður Bogi

Veit­ur áforma að loka bílaum­ferð al­menn­ings um Heiðmörk og gera ráð fyr­ir bíla­stæðum í jaðri úti­vist­ar­svæðis­ins. Þetta staðfest­ir Sól­rún Kristjáns­dótt­ir fram­kvæmda­stýra Veitna í skrif­legu svari til Morg­un­blaðsins.

Jó­hann­es Bene­dikts­son, formaður Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, seg­ir fé­lagið hafa mikl­ar áhyggj­ur ef tak­mörk­un bílaum­ferðar um Heiðmörk­ina verði að veru­leika. Það muni draga úr aðsókn gesta ef fólk þurfi að ganga ein­hverja kíló­metra að þeim svæðum þar sem viðburðir fara fram.

Tak­mark­an­ir á um­ferð í Heiðmörk eru ekki nýtil­komn­ar. Nú þegar hafa Veit­ur bannað Heiðmerk­ur­hlaupið og hafa heim­sókn­ir leik­skóla­barna verið tak­markaðar auk annarra viðburða sem hafa verið vin­sæl­ir í Heiðmörk.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert