Veitur áforma að loka bílaumferð almennings um Heiðmörk og gera ráð fyrir bílastæðum í jaðri útivistarsvæðisins. Þetta staðfestir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna í skriflegu svari til Morgunblaðsins.
Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, segir félagið hafa miklar áhyggjur ef takmörkun bílaumferðar um Heiðmörkina verði að veruleika. Það muni draga úr aðsókn gesta ef fólk þurfi að ganga einhverja kílómetra að þeim svæðum þar sem viðburðir fara fram.
Takmarkanir á umferð í Heiðmörk eru ekki nýtilkomnar. Nú þegar hafa Veitur bannað Heiðmerkurhlaupið og hafa heimsóknir leikskólabarna verið takmarkaðar auk annarra viðburða sem hafa verið vinsælir í Heiðmörk.
Skógræktarfélagið hefur lagt fram hugmyndir um að skoðað verði að loka 50 ára gamalli holu við Myllulæk og ný hola verði boruð í Vatnsendakrika.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.