Háholt aftur til sölu

Háholt í Skagafirði.
Háholt í Skagafirði. Skjáskot/Fasteignavefur mbl.is

Hús­næði meðferðar­heim­il­is­ins Há­holts í Skagaf­irði er aft­ur til sölu þar sem ekki tókst að fjár­magna fyr­ir­huguð kaup á fast­eign­inni.

Byggðarráð Skaga­fjarðar samþykkti á síðasta fundi sín­um á miðviku­dag að aug­lýsa Há­holt aft­ur til sölu, að því er fram kem­ur í fund­ar­gerð.

Ráðið hafði í mars tekið kauptil­boði í Há­holt en þá var því slegið út af bor­inu að það yrði opnað aft­ur sem meðferðar­heim­ili, eins og Jón Gn­arr meiri­hlutaþingmaður hafði stungið upp á.

Til­boðið var háð fyr­ir­vara um fjár­mögn­un. „Kaup­anda tókst ekki að sýna fram á fjár­mögn­un fyr­ir til­skil­inn frest og þarf því að taka stöðu til næstu skrefa í þessu máli,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Há­holt var rekið sem meðferðarúr­ræði fram að ár­inu 2017 en lokaði eft­ir um 20 ára starf­semi þar sem rekstr­araðilar og Barna­vernd­ar­stofa töldu ekki leng­ur for­send­ur fyr­ir end­ur­nýj­un rekstr­ar­samn­ings vera fyr­ir hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert