Húsnæði meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði er aftur til sölu þar sem ekki tókst að fjármagna fyrirhuguð kaup á fasteigninni.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum á miðvikudag að auglýsa Háholt aftur til sölu, að því er fram kemur í fundargerð.
Ráðið hafði í mars tekið kauptilboði í Háholt en þá var því slegið út af borinu að það yrði opnað aftur sem meðferðarheimili, eins og Jón Gnarr meirihlutaþingmaður hafði stungið upp á.
Tilboðið var háð fyrirvara um fjármögnun. „Kaupanda tókst ekki að sýna fram á fjármögnun fyrir tilskilinn frest og þarf því að taka stöðu til næstu skrefa í þessu máli,“ segir í fundargerðinni.
Háholt var rekið sem meðferðarúrræði fram að árinu 2017 en lokaði eftir um 20 ára starfsemi þar sem rekstraraðilar og Barnaverndarstofa töldu ekki lengur forsendur fyrir endurnýjun rekstrarsamnings vera fyrir hendi.