Leggur skyr á borð Arizona-búa

Unnari Helga Daníelssyni frumkvöðli nægði ekki að færa Íslendingum Jóa …
Unnari Helga Daníelssyni frumkvöðli nægði ekki að færa Íslendingum Jóa og djúsinn hans árið 2013 heldur rær hann nú á Bandaríkjamið þar sem ætlunin er að boða íbúum Arizona og Kaliforníu hið íslenska skyr og vafalítið fleiri ríkja þar í landi er fram sækir. Ljósmynd/Aðsend

„Við byrjuðum þetta verk­efni fyr­ir fjór­um árum, upp­haf­lega átti þetta bara að vera í búðum, en við tók­um smá stefnu­breyt­ingu,“ seg­ir Unn­ar Helgi Daní­els­son, frum­kvöðull og innsti kopp­ur í búri Thor's Skyr í heitu eyðimerk­ur­lands­lagi Arizona-rík­is í Banda­ríkj­un­um, nán­ar til­tekið í rík­is­höfuðborg­inni Phoen­ix, en dyr úti­bús skyr­veld­is­ins ís­lenska hafa þegar verið opnaðar í Los Ang­eles og fram und­an er meðal ann­ars opn­un í ann­arri Arizona-borg, Scotts­dale, auk fleiri staða í Phoen­ix.

„Íslensk­ur veit­ingamaður hef­ur veg­ferð sína að því að bjóða Banda­ríkja­mönn­um holl­an skyndi­bita við Grand Avenue í miðbæ Phoen­ix,“ skrif­ar staðarmiðill­inn Phoen­ix New Times á vefsíðu sína.

Álíka fram­andi og djúp­steikt Snickers

„Þetta er í grunn­inn gerjuð mjólk,“ seg­ir Unn­ar í viðtali við PHT í til­raun sinni til að út­skýra fyr­ir­bærið skyr sem er íbú­um Arizona álíka fram­andi og Íslend­ing­um er djúp­steikt Snickers-súkkulaði sem ný­lega fór með him­inskaut­um á hinni ár­legu og ann­áluðu Arizona State Fair-hátíð.

Nafntogaðir Bandaríkjamenn sækja í skyrið og má hér sjá ofurfyrirsætuna …
Nafn­togaðir Banda­ríkja­menn sækja í skyrið og má hér sjá of­ur­fyr­ir­sæt­una Barböru Pal­vin og leik­ar­ann Dyl­an Sprou­se veifa skönk­um sín­um í fögnuði yfir gerjaða mjólk­urþykkn­inu aust­an af Íslandi, lífæð sagnaþjóðar í ball­ar­hafi. Ljós­mynd/​Aðsend

Áfram held­ur frum­kvöðull­inn við staðarblaðið og seg­ir skyr hafa haldið líf­inu í Íslend­ing­um kalda vetr­ar­mánuði frá ör­ófi alda, ríku­legt prótein­inni­hald þess og tak­markaður syk­ur sé meðal þess sem greini það frá öðrum og skyld­um mjólk­ur­vör­um.

Við mbl.is seg­ir Unn­ar að draum­ur tengd­ur verk­efn­inu sem upp­haf­lega átti að vera í búðum hafi verið að venda kvæðinu gamla í kross og opna eig­in veit­ingastaði. Vit­an­lega er æski­legt að þrumuguðinn Þór eigi þá aðild að nafn­inu, hold­gerv­ing­ur holl­ustu og hreysti í nor­ræn­um goðafræðum sem einkum hafa birst Banda­ríkja­mönn­um í mis­gáfu­leg­um of­ur­hetju­kvik­mynd­um þar sem frum­heim­ild­in Snorra-Edda er mistúlkuð af áfergju.

Minna mál en talið er

„Ég fór til Phoen­ix til að skoða aðstæður þar, við opnuðum þrjá staði þar í fyrra­dag,“ seg­ir Unn­ar og upp frá því hafi sprottið hug­mynd um að opna eins kon­ar fram­leiðslu­eld­hús fyr­ir staðina þar í borg. Stefn­an er sett á opn­un fimm staða í borg­inni í sam­starfi við lík­ams­rækt­ar­stöðvakeðjuna LA Fit­n­ess „Miklu færri en maður held­ur vita hvað skyr er svo það er gam­an að kynna það fyr­ir fólki sem er mjög áhuga­samt, sér­stak­lega um ís­lensku teng­ing­una,“ held­ur hann áfram.

Viðskiptavinir Þórsskyrs kæla sig á veigum í sólinni í Phoenix …
Viðskipta­vin­ir Þórs­skyrs kæla sig á veig­um í sól­inni í Phoen­ix með dæmi­gerða götu­mynd þess­ar­ar lág­reistu höfuðborg­ar Arizona í bak­sýn þar sem ein­lyft hús setja svip á flest hverfi utan miðborg­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Er flókið að koma opn­un ís­lenskra veit­ingastaða á kopp­inn í Banda­ríkj­un­um?

„Nei nei, þetta er miklu minna mál en maður ger­ir sér grein fyr­ir,“ svar­ar Unn­ar, „ég hef haldið er­indi fyr­ir Íslands­stofu þar sem ég hef sagt öðrum frum­kvöðlum að stökkva bara á þetta og láta drauma sína ræt­ast því þetta er miklu ein­fald­ara en maður held­ur.“

Safa­rík­ur frum­kvöðull fær­ist í skyr

Unn­ar er eng­inn nýgræðing­ur í brans­an­um, en hann hleypti safa­keðjunni Joe & The Juice af stokk­un­um á Íslandi árið 2013 og nýt­ast tengsl frá því verk­efni við opn­un Þórs­skyrs­ins nú. „Þá var ég að vinna með aðila sem leiðir þetta verk­efni núna og er með mikla reynslu. Hann leiðir þessa seiglu með mér auk þess sem fyrr­ver­andi öld­unga­deild­arþingmaður Ida­ho er for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, en hann er einnig for­stjóri PitaPit sem tel­ur um 600 staði, svo þeir hafa al­veg gert þetta áður sem taka þátt í þessu með sér,“ seg­ir hann.

Áhersla sé á að halda verk­efn­inu skemmti­legu, að minnsta kosti í byrj­un, „þangað til þetta verður of mik­ill jakkafata­biss­ness“, seg­ir Unn­ar og hlær við. Hann er spurður um viðtök­ur skyrs­ins í Arizona þótt skammt sé frá opn­un.

Útlit staðanna er frísklegt og má sjá alla íslensku fánalitina …
Útlit staðanna er frísk­legt og má sjá alla ís­lensku fána­lit­ina á fram­hlið þessa úti­bús. Ljós­mynd/​Aðsend

„Fólki þykir gam­an að fá eitt­hvað ís­lenskt inn í hverf­in og við erum að stíla inn á holl­ust­una sem er ábóta­vant í banda­rísku sam­fé­lagi og fólk er mjög ánægt. Good Morn­ing Arizona fjallaði um okk­ur í síðustu viku og var með beina út­send­ingu frá staðnum. Við höf­um ekki þurft að sækja í neina at­hygli, hún kem­ur al­veg af sjálfu sér,“ svar­ar frum­kvöðull­inn ís­lenski.

Hverj­ar eru framtíðaráætlan­ir fyr­ir­tæk­is­ins?

„Við erum skyr­fyr­ir­tæki sem ætl­ar sér meiri um­svif,“ svar­ar Unn­ar og seg­ir frá hliðar­verk­efni, svo­kölluðum snjall­kæl­um, litl­um skyr­bör­um sem verði víða um Phoen­ix, svo sem á vinnu­stöðum. „Þangað mun­um við koma dag­lega með til­bún­ar skyrskál­ar og holl­an skyndi­bita. Við ætl­um að ná fót­festu á sem flest­um stöðum með snjall­kæl­ana, „franchise“ [nytja­leyfi til rekstr­ar keðjustaða] er nátt­úru­lega bara framtíðin,“ seg­ir Unn­ar Helgi Daní­els­son að lok­um sem tekið hef­ur að veita ís­lensku skyri um heit og sól­bökuð ríki Banda­ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert