Leigusamningum fjölgaði mikið

Leigusamningum fjölgaði um 2.060 á fyrsta ársfjórðungi.
Leigusamningum fjölgaði um 2.060 á fyrsta ársfjórðungi. mbl.is/Sigurður Bogi

Ný­skráðir leigu­samn­ing­ar í leigu­skrá íbúðar­hús­næðis voru tæp­lega 14% fleiri á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins en á sama tíma­bili í fyrra.

Fram kem­ur í frétt Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) að alls tóku 4.554 nýir leigu­samn­ing­ar gildi í leigu­skrá HMS á fyrsta árs­fjórðungi árs­ins. 2.494 féllu úr gildi og fjölgaði þannig gild­um samn­ing­um um 2.060 á tíma­bil­inu.

HMS hef­ur einnig tekið sam­an upp­lýs­ing­ar um um­svif stór­tækra íbúðar­eig­enda á íbúðamarkaði og eiga þeir sam­kvæmt grein­ing­unni 21% íbúða í Reykja­vík og 26% íbúða í Reykja­nes­bæ.

Bent er á að á höfuðborg­ar­svæðinu er leigu­verð lægra þar sem stór­tæk­ir íbúðar­eig­end­ur eru um­svifa­meiri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert