Minni innkaup á eldsneyti en áður

Nýi vörubíllinn mun draga verulega úr kolefnisspori Faxaflóahafna.
Nýi vörubíllinn mun draga verulega úr kolefnisspori Faxaflóahafna. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Faxa­flóa­hafn­ir hafa unnið að orku­skipt­um öku­tækja á und­an­förn­um árum. Í lok árs 2024 voru 19 af 28 öku­tækj­um fyr­ir­tæk­is­ins svo­kölluð hrein­orku­tæki.

Skipti yfir í raf­magn hafa þýtt að inn­kaup á eldsneyti hafa dreg­ist sam­an um 43% á milli ár­anna 2021 og 2023, að því er fram kem­ur á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Nú síðast hafa Faxa­flóa­hafn­ir bætt raf­magnsvöru­bíl við öku­tækja­flota hafn­ar­inn­ar, sem sinn­ir víðfeðmu starfs­svæði í Reykja­vík, Akra­nesi, Grund­ar­tanga og Borg­ar­nesi alla daga árs­ins.

Hinn nýi raf­magnsvöru­bíll, sem er af gerðinni Scania P25 B6x2*4NB, mun draga úr kol­efn­is­spori fyr­ir­tæk­is­ins um allt að 18 tonn á ári og úr ár­leg­um inn­kaup­um á dísi­lol­íu um 40% sam­an­borið við árið 2023.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert