„Rosalega erfitt að vera í fýlu“

Hátíðin hófst með barnatónleikum í Edinborgarhúsinu í dag. Búast má …
Hátíðin hófst með barnatónleikum í Edinborgarhúsinu í dag. Búast má við magnaðri stemningu víða í bænum langt fram á nótt. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Ísa­fjarðarbær er smekk­full­ur af fólki um helg­ina þar sem tón­list­ar­hátíðin Aldrei fór ég suður stend­ur yfir. Hátíðin hefst í dag og bú­ast má við dúndr­andi stemn­ingu langt fram á nótt, bæði í kvöld og á morg­un.

Þetta er 21. skipti sem hátíðin er hald­in og Kristján Freyr Hall­dórs­son rokk­stjóri seg­ir að mik­il um­ferð sé um bæ­inn.

„Ég er fyr­ir utan sjoppu hérna og ætlaði að fá mér að borða en ég held að ég verði að snúa við af því að það er svo stappað,“ seg­ir Kristján í sam­tali við blaðamann þegar mbl.is slær á þráðinn hjá hon­um.

Veðrið leik­ur auk þess vel við bæ­inn í dag. „Glimr­andi sól og heiðskírt, þannig að það er rosa­lega góð stemn­ing,“ seg­ir Kristján. 

Barna­tón­leik­ar hóf­ust einnig í Ed­in­borg­ar­hús­inu kl. 14 í dag, þó ekki á veg­um hátíðar­inn­ar sjálfr­ar.

Get­ur ekki klikkað

Form­leg dag­skrá hátíðar­inn­ar hefst í Kampa­skemm­unni í kvöld, þar sem rokk­hljóm­sveit­in Geðbrigði, sem vann Mús­íktilraun­ir síðustu helgi, hleyp­ir hátíðinni af stað kl. 20. Stærri núm­er fylgja svo í kjöl­farið, þar á meðal Íra­fár, Múr, Apparat, JóiPé og Króli.

Kristján kveðst sér­stak­lega spennt­ur fyr­ir heima­mönn­un­um sem spila; hljóm­sveit­inni Gosa sem spil­ar í kvöld og Salóme Katrínu sem spil­ar á morg­un. Þá nefn­ir hann einnig raf­tón­list­ar­sveit­irn­ar Amor Vincit Omnia og FM Belfast, sem spila á morg­un auk Unu Torfa og hljóm­sveit­ar­inn­ar Reykja­vík­ur!.

Hátíðin hófst á barnatónleikum í Edinborgarhúsinu.
Hátíðin hófst á barna­tón­leik­um í Ed­in­borg­ar­hús­inu. mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son

„Þetta get­ur ekki klikkað,“ seg­ir rokk­stjór­inn.  „Það er nóg á dag­skrá fyr­ir alla fjöl­skyld­una.“

Þegar form­legri dag­skrá fjöl­skyldu­hátíðar­inn­ar lýk­ur upp úr miðnætti dreif­ist stemn­ing­in víðar um bæ­inn á viðburði sem ekki eru á veg­um hátíðar­inn­ar. Svo dæmi séu nefnd munu Elv­ar, Daniil og fleiri rapp­ar­ar troða upp í Ed­in­borg­ar­hús­inu í nótt á meðan Bríet held­ur uppi stemn­ing­unni á Vagn­in­um á Flat­eyri.

Heim­ili pásk­anna

„Ísa­fjörður er svo­lítið heim­ili pásk­anna,“ seg­ir Kristján Freyr en auk hátíðar­inn­ar er skíðavika á Ísaf­irði. Reynd­ar er lít­ill snjór í brekk­unni, þannig að skíðagarp­arn­ir skila sér frek­ar í bæ­inn.

Sem fyrr seg­ir er mik­il stemn­ing í Ísa­fjarðarbæ enda sól á lofti. „Það eru ein­hvern veg­inn all­ir að sleikja sól­ina,“ seg­ir Kristján.

„Það er rosa­lega erfitt að vera í fýlu. Það er ekki hægt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert