Strandveiðar sóun með margvíslegum hætti

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Eins og ráðherr­ann sagði, þetta er efna­hags­leg sóun,“ seg­ir Stefán Þór­ar­ins­son og er þar að taka und­ir orð fjár­málaráðherra Daða Más Kristó­fers­son­ar í grein sem birt­ist í des­em­ber 2021 og fjallaði um strand­veiðar.

    „Þetta er auðvitað hræðileg efna­hags­leg sóun og hún er svo marg­föld. Það er sóun í fjár­fest­ingu á veiðigetu sem við þurf­um ekki því eig­um nóga veiðigetu og svo er hún auðvitað sóun í auðlind­inni á viss­an hátt því hún fer ekki í að ná há­marks arði út úr stóra kerf­inu,“ seg­ir Stefán Þór­ar­ins­son gest­ur Dag­mála Morg­un­blaðsins í dag þegar rætt er um strand­veiðar smá­báta við Ísland. Hann bæt­ir við að kerfið sé líka sóun á vinnu­afli í ljósi þess að við erum þjóð sem flyt­ur inn þúsund­ir manna ár­lega til að vinna hin ýmsu störf.

    Stefán hef­ur víðtæka reynslu í sjáv­ar­út­vegi og kom að því að setja kvóta­kerfið á lagg­irn­ar á síðustu öld. Hann hef­ur unnið sem ráðgjafi stjórn­valda í fjöl­mörg­um lönd­um þegar kem­ur að sjáv­ar­út­vegi.

    Svona fer með strand­veiðikerfið

    Eru strand­veiðar ekki góður kost­ur?

    „Nei, nei. Ég er al­veg klár á því að þetta end­ar al­veg ná­kvæm­lega svona. Það verður á ákveðnum tíma­punkti ákveðið að loka því þetta er al­ger­lega opið kerfið og það geta all­ir farið inn í þetta. Því verður einn góðan veður­dag­inn lokað og þá aukast verðmæti þess­ara báta bara við það eitt og sér því þá hafa þeir eitt­hvað sér­leyfi sem eng­inn ann­ar hef­ur en þeir sem eru í hópn­um. Svo eft­ir svo­lít­inn tíma þá fara menn að tala um að þetta sé nú ekki hægt og það þurfi að setja á þetta kvóta og skipta pott­in­um niður á þá og það verður gert.  Þá kom­ast menn að þeirri niður­stöðu að það verði að hagræða í þess­um hópi. Þetta séu allt of marg­ir bát­ar og leyfa flutn­ing á milli báta. Þá byrj­ar sal­an aft­ur. Þá get ég lofað þér því að þess­ir bát­ar meira og minna hverfa. Svo koma ein­hverj­ir sniðugir stjórn­mála­menn og opna kerfið aft­ur. Búa til eitt­hvað enn og aft­ur. Svona hef­ur þetta verið í 35 ár.“

    Stefán hef­ur séð ein­mitt þetta ferli end­ur­tekið margsinn­is frá því að kvóta­kerfið var tekið upp. Hon­um telst til að 1.200 bát­ar hafi verið seld­ir út kerf­inu und­ir þeim for­merkj­um sem lýst er hér að ofan. „Þetta þýðir það að það eru um þrír bát­ar á mánuði að meðaltali all­an tím­ann að fara út. En vænt­an­lega er stór hluti af þeim sem fer alltaf inn aft­ur. Þetta eru ekki tólf hundruð bát­ar í heild­ina.“

    Sami bát­ur seld­ur sjö sinn­um

    Eft­ir að viðtalið við Stefán var tekið rak hann aug­un í lít­inn fal­leg­an strand­veiðibát á face­book. Stefán fletti upp skrán­ing­ar­núm­eri báts­ins og kom í ljós að hann hafði sjö sinn­um verið seld­ur út úr ein­hvers kon­ar fyr­ir­komu­lagi á veiðikerfi smá­báta. Þessi bát­ur er í dag að und­ir­búa strand­veiðar. Stefán vildi ekki nafn­greina bát­inn.

    Þess­ir sí­end­ur­teknu hring­ir sem hafa orðið í smá­báta­kerf­um ára­tug­um sam­an og Stefán vek­ur hér at­hygli á seg­ir hann að sé ekki góður vitn­is­b­urður fyr­ir stjórn­mála­menn. „Þeir eru að hugsa um eitt­hvað annað en hag þjóðar­inn­ar.“

    Ertu að segja að strand­veiðar sem verða hér við land í sum­ar sé bara ein­hver at­vinnu­bóta­vinna?

    „Já, já. Þetta er ekk­ert annað. Það sjá það nátt­úru­lega all­ir að það er eng­inn sem hef­ur ár­sviður­væri af því að veiða í fjöru­tíu daga. Það er bara al­veg úti­lokað.“

    Í fram­haldi af þessu gríp­ur Stefán til sam­lík­ing­ar og nefn­ir til sög­unn­ar öðru­vísi auðlind. „Við skul­um segja að við ætt­um hérna rosa­lega kola­námu. Mund­um við koma hérna með þúsund kalla með litl­ar föt­ur og haka og biðja þá um að pikka þetta upp og koma með í skömmt­um upp. Nei. Við mynd­um aldrei láta okk­ur detta það í hug. Auðvitað þurf­um við stór­virk­ar, af­kasta­mikl­ar vinnu­vél­ar.“

    Viðtalið við Stefán geta áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins nálg­ast í gegn­um hlekk­inn hér að neðan.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert