Styðja við þróun sem er í gangi

Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík.
Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík. mbl.is/Hákon

Kolfinna Jó­hann­es­dótt­ir, skóla­meist­ari Kvenna­skól­ans í Reykja­vík, seg­ist ekki túlka frum­varp mennta- og barna­málaráðherra með þeim hætti að verið sé að víkja frá þeirri meg­in­reglu að litið sé til náms­ár­ang­urs við inn­rit­um á ein­staka náms­braut­ir í fram­halds­skóla.

„Ég upp­lifi frek­ar að þarna sé verið að skýra og skjóta frek­ari und­ir­stöðum und­ir það sem hef­ur verið að ger­ast í sam­fé­lag­inu, að ein­stak­ir skól­ar séu með fjöl­breytt­ara náms­fram­boð og taki inn fjöl­breytt­ari nem­enda­hóp,“ seg­ir Kolfinna í sam­tali við mbl.is.

Kveðið á um ákveðnar ein­kunn­ir

Hún seg­ir það vissu­lega enn þá vera í aðal­nám­skrá grunn­skóla að kveðið sé á um ákveðnar ein­kunn­ir til að geta hafið nám á öðru hæfniþrepi, þ.e. að kom­ast inn á bók­náms­braut til stúd­ents­prófs. Skól­ar geti þó líka sett ákveðin viðmið á öðrum braut­um.

„En mér finnst þetta meira lúta að því að styðja það sem hef­ur verið að ger­ast, þ.e.a.s. að skól­ar taki inn fjöl­breytt­ari nem­enda­hóp, hver og einn fyr­ir sig.“

Ekki stór­ar breyt­ing­ar

Nefn­ir hún að Kvenna­skól­inn hafi ný­lega farið af stað með starfs­braut og ís­lensku­braut fyr­ir nem­end­ur af er­lend­um upp­runa.

„Ég skil frum­varpið þannig að það sé miklu frek­ar verið að styðja við þetta held­ur en að náms­ár­ang­ur verði ekki það sem miðað er við sem inn­töku­skil­yrði á ein­staka náms­braut­ir.“

Þess skal getið að fram­halds­skól­um er þegar heim­ilt að líta til annarra þátta en ein­kunna við val á nem­end­um, sam­kvæmt reglu­gerð um inn­rit­un nem­enda í fram­halds­skóla.

Taki frum­varpið gildi er heim­ild­in aft­ur á móti færð í lög, en túlk­ar Kolfinna það ekki sem stór­ar breyt­ing­ar.

Verið að skýra fyr­ir­komu­lagið og styðja við þróun

„Ég skil frum­varpið alls ekki þannig að það sé verið að leggja það til að þegar fólk er inn­ritað í fram­halds­skóla að þá sé ekki litið til náms­ár­ang­urs. Ég skil það þannig að það sé verið að styðja við heim­ild­ir skóla til þess að inn­rita fjöl­breytt­an nem­enda­hóp inn á mis­mun­andi náms­braut­ir. Það er bara verið að setja í skýr­ari orð það fyr­ir­komu­lag sem er í dag og styðja við þróun sem er í gangi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert