Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um þrjá einstaklinga í miðbæ Reykjavíkur sem voru grunaðir um vasaþjófnað.
Einn þeirra tilkynntu fannst á vettvangi er lögregla mætti á svæðið.
Reyndist einstaklingurinn með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Þetta er meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti síðasta hálfa sólahringinn rúman eða svo.