Tilkynnt um þrjá vasaþjófa: Einn handtekinn

Lögreglan handtók einstakling grunaðan um vasaþjófnað í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan handtók einstakling grunaðan um vasaþjófnað í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/sisi

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu fékk til­kynn­ingu um þrjá ein­stak­linga í miðbæ Reykja­vík­ur sem voru grunaðir um vasaþjófnað.

Einn þeirra til­kynntu fannst á vett­vangi er lög­regla mætti á svæðið.

Reynd­ist ein­stak­ling­ur­inn með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjár­mun­um. Var hann hand­tek­inn og vistaður í fanga­geymslu í þágu rann­sókn­ar máls­ins.

Þetta er meðal þeirra verk­efna sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu sinnti síðasta hálfa sóla­hring­inn rúm­an eða svo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert