Áform Veitna í Heiðmörk orka tvímælis

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Skóg­rækt­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, geld­ur var­hug við áform­um Veitna um að banna bílaum­ferð al­menn­ings um Heiðmörk. Hún seg­ir að menn þurfi að staldra við og tryggja fyrst aðkom­una að Heiðmörk áður en til­kynnt sé bann við bílaum­ferð.

„Það er mjög mik­il­vægt að standa vörð um vatns­vernd í Heiðmörk en það er líka mik­il­vægt að standa vörð um Heiðmörk sem helsta úti­vist­ar­svæði Reyk­vík­inga. Það þarf að tryggja að fólk kom­ist að svæðinu. Áður en menn geta farið að loka ein­hverju þarf að tryggja aðkom­una,“ seg­ir Ingi­björg og bend­ir á að eins og sak­ir standi sé ekki einu sinni hægt að fara með strætó að Heiðmörk.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert