Allmikil hæð yfir landinu

Í dag verða hægir vindar og bjart.
Í dag verða hægir vindar og bjart. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Yfir land­inu er all­mik­il hæð og eru því vind­ar hæg­ir og víða bjart, að því er seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings Veður­stofu Íslands.

Seg­ir þar að hæðin þok­ist aust­ur á bóg­inn og bæti þá í vind syðst á land­inu. Suðaust­læg átt gæti borið með sér súld­ar­bakka við suður- og vest­ur­strönd­ina.

Aust­an­strekk­ing­ur við suður­strönd­ina

Lægðin verður kom­in aust­ur af land­inu á páska­dag. Ger­ir þá aust­an­strekk­ing við suður­strönd­ina, ann­ars mun hæg­ari vind­ar. 

Verður þá skýjað með köfl­um víða um land en létt­skýjað vest­an­lands.

„Áfram svipað veður á mánu­dag, ann­an í pásk­um, en stöku él fyr­ir aust­an og við norður­strönd­ina. Frem­ur milt veður að deg­in­um, en víða næt­ur­frost,“ seg­ir í hug­leiðing­un­um.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert