Yfir landinu er allmikil hæð og eru því vindar hægir og víða bjart, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
Segir þar að hæðin þokist austur á bóginn og bæti þá í vind syðst á landinu. Suðaustlæg átt gæti borið með sér súldarbakka við suður- og vesturströndina.
Lægðin verður komin austur af landinu á páskadag. Gerir þá austanstrekking við suðurströndina, annars mun hægari vindar.
Verður þá skýjað með köflum víða um land en léttskýjað vestanlands.
„Áfram svipað veður á mánudag, annan í páskum, en stöku él fyrir austan og við norðurströndina. Fremur milt veður að deginum, en víða næturfrost,“ segir í hugleiðingunum.