Byggðakvótinn margfaldast og lifir enn

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Upp­haf­lega átti byggðakvóti að vera til fimm ára með mögu­legri fram­leng­ingu til tveggja ára. Þetta var ákveðið 1999. Nú 26 árum síðar lif­ir hann enn og hef­ur marg­fald­ast. Jafn­vel hafn­laus­ar byggðir fá út­hlut­un.

    Stefán Þór­ar­ins­son er gest­ur Dag­mála Morg­un­blaðsins í dag og fer þar yfir þær miklu breyt­ing­ar sem urðu á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi þegar kvóta­kerfið var tekið upp 1983. Stefán rifjar upp ástæður þess og aðdrag­anda af hverju þetta kerfi var tekið upp og hver staðan var á sjáv­ar­út­vegi á þeim tíma. Stefán kom að fyrstu út­hlut­un kvóta og sat í ýms­um nefnd­um sem sett­ar voru á lagg­irn­ar í ár­daga kerf­is­ins. Byggðakvóti kom til árið 1999. Stefán seg­ir að álög­ur sem þá voru sett­ar á út­flutt­an fisk hafi leitt til þess að það myndaðist sjóður, af kvóta og gripið hafi verið til þess ráðs að gera þann sjóð að einskon­ar ráðherra­kvóta. „Já, já. Þetta var ráðherra­kvóti. Tólf þúsund tonn. Nú er þessi ráðherra­kvóti sem að fór svo í að vera byggðakvóti hér og þar og allskon­ar. Nú er hann að verða 28 - 29 þúsund tonn í dag, 5,3 pró­sent,“ upp­lýs­ir Stefán í viðtal­inu.

    Stefán er í fram­haldi af þessu spurður út í byggðakvóta, hvernig hann hafi komið til.

    „Byggðastofn­un er sett í þetta vegna þess að það voru sár­ar kvart­an­ir á nokkr­um stöðum. Þeir greina ell­efu byggðarlög sem sann­ar­lega væri ein­hvers virði að gera eitt­hvað fyr­ir. Það vildi þannig til að ég var beðinn um að vera sér­leg­ur ráðgjafi Byggðastofn­un­ar í þessu verk­efni. Ég sinnti þessu í þessi sjö ár. Það var ákveðið að gera átak á þess­um til­teknu stöðum í fimm ár með hugs­an­legri tveggja ára fram­leng­ingu og eft­ir það var bara málið búið. Við höfðum nú ekki nema 1.500 þorskí­gildist­onn, þannig að það var nú úr litlu að spila. Því var spilað út þannig að það var reynt að nota þetta sem beitu til þess að fá menn til þess að landa inn í vinnsl­urn­ar á þess­um stöðum og skapa vinnu,“ seg­ir Stefán í viðtal­inu.

    Hann skrifaði loka­skýrslu um þetta verk­efni sem lögð var fram á Alþingi. „Ég reiknaði með að þá væri þetta bara búið. Þannig var það hugsað. En nú hef­ur þetta allt magn­ast upp og núna sé ég það að Byggðastofn­un ein og sér, hún er kom­in með þrjá­tíu og eitt­hvað staði.“

    Stefán nefn­ir til sög­unn­ar staði eins og Eyr­ar­bakka, Stokks­eyri og Garðinn. Hann rifjar upp að sjálf­ur var hann á sjó fyr­ir margt löngu frá Eyr­ar­bakka en seg­ir svo, „Guð hjálpi þér. Það hef­ur ekki nokk­ur maður verið þar á sjó í mörg mörg ár. Það er ekki höfn þar. Hún er ónýt.“ 

    Viðtalið við Stefán er aðgengi­legt í heild sinni fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins. Hlekk­ur­inn er hér að neðan.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert