Skipulagður þjófnaður náðist á upptöku

Þjófnaðurinn náðist á upptöku. Mynd úr safni.
Þjófnaðurinn náðist á upptöku. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Brot­ist var inn í versl­un í Reykja­vík þar sem sjóðsvél var stolið, að því er seg­ir í dag­bók lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til klukk­an 5 í morg­un.

Kem­ur þar fram að þjófnaður­inn hafi sést á upp­tök­um og að um sé að ræða skipu­lagðan þjófnað. Málið er í rann­sókn.

Í dag­bók­inni seg­ir einnig af gest­um á veit­ingastað í Reykja­vík sem virt­ust eiga í erfiðleik­um með að greiða fyr­ir mat­inn.

„Gekk þó þegar lög­regla kom á vett­vang og var gest­un­um í fram­haldi af því vísað út af staðnum,“ seg­ir í dag­bók­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert