Brotist var inn í verslun í Reykjavík þar sem sjóðsvél var stolið, að því er segir í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Kemur þar fram að þjófnaðurinn hafi sést á upptökum og að um sé að ræða skipulagðan þjófnað. Málið er í rannsókn.
Í dagbókinni segir einnig af gestum á veitingastað í Reykjavík sem virtust eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir matinn.
„Gekk þó þegar lögregla kom á vettvang og var gestunum í framhaldi af því vísað út af staðnum,“ segir í dagbókinni.