Ásthildur Lóa vill fá 174,9 milljónir fyrir húsið

Ásthildur Lóa og Hafþór hafa sett hið umdeilda hús í …
Ásthildur Lóa og Hafþór hafa sett hið umdeilda hús í Garðabæ á sölu. Samsett mynd/Fasteignavefur mbl.is/mbl.is/Eyþór

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, og eig­inmaður henn­ar, Hafþór Ólafs­son, hafa sett hús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið hef­ur verið nokkuð um­deilt eins og fyrr­ver­andi ráðherr­ann sjálf­ur, en hjón­in höfðuðu mál gegn rík­inu árið 2023 vegna upp­boðs sýslu­manns á hús­inu árið 2017.

Þau töpuðu mál­inu fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í mars.

Ásett verð er 174,9 millj­ón­ir króna en Ásthild­ur og Hafþór keyptu húsið á 55,4 millj­ón­ir árið 2007. Misstu þau það árið 2017 þegar það var selt á upp­boði en keyptu það af Ari­on banka 2019. Þá var kaup­verðið 55,5 millj­ón­ir króna. 

Vís­ir greindi fyrst frá. 

Ásthild­ur var mennta- og barna­málaráðherra í rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur sem tók við störf­um í des­em­ber. Ásthild­ur sagði af sér sem ráðherra í mars í kjöl­far þess að greint var frá því í fjöl­miðlum að hún hefði eign­ast barn með barn­ung­um pilti þegar hún var sjálf á þrítugs­aldri, fyr­ir um 30 árum síðan.

Hún sagði ekki af sér þing­mennsku en hef­ur verið í leyfi frá þing­störf­um síðan málið kom upp.

Fast­eigna­vef­ur mbl.is: Háhæð 1

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka