Lítilsháttar él en yfirleitt léttskýjað vestan til

Úrkomuspá Veðurstofunnar klukkan 10 páskadagsmorgun.
Úrkomuspá Veðurstofunnar klukkan 10 páskadagsmorgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Víðáttu­mik­ill hæðar­hrygg­ur er norður í hafi og teyg­ir hann sig yfir landið. Gef­ur hann yf­ir­leitt mjög hæg­an vind á páska­dag, að því er seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings Veður­stofu Íslands.

„Lægð suðvest­ur af land­inu veld­ur þó austan­kalda eða -strekk­ing allra syðst. Skýjað með köfl­um víða um land og lít­ils­hátt­ar él á stöku stað, en yf­ir­leitt létt­skýjað vest­an­til.“

Hiti frá frost­marki á Aust­ur­landi upp í 10 stiga hita suðvest­an til. Lík­ur eru á næt­ur­frosti í flest­um lands­hlut­um.

„Á morg­un, ann­an páska­dag og þriðju­dag, er ekki að sjá nein­ar breyt­ing­ar að kalla, þ.e.a.s. út­lit fyr­ir áfram­hald­andi ró­leg­heita­veður.“

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert