Maðurinn laus úr haldi: Konan með meðvitund

Lögreglan hefur sleppt manninum úr haldi og nú er talið …
Lögreglan hefur sleppt manninum úr haldi og nú er talið að konan hafi dottið á höfuðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mann­in­um sem var hand­tek­inn eft­ir að kona slasaðist í heima­húsi í upp­sveit­um Árnes­sýslu hef­ur verið sleppt úr haldi og ekki er talið að neitt sak­næmt hafi valdið áverk­um kon­unn­ar.

Þetta seg­ir Garðar Már Garðars­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

Á ell­efta tím­an­um barst til­kynn­ing um konu með skerta meðvit­und í heima­húsi vegna höfuðáverka. Maður­inn sem er bú­sett­ur í hús­inu var hand­tek­inn til að varpa ljósi á aðstæður þar sem ekki var hægt að ræða við kon­una.

Um slys að ræða

„Rann­sókn­in leiddi það í ljós að þarna var lík­lega ekk­ert sak­næmt,“ seg­ir Garðar og bæt­ir við:

„Það ligg­ur ekki fyr­ir að neitt sak­næmt hafi átt sér stað. Hún hef­ur fallið á höfuðið.“

Eins og fyrr seg­ir var kon­an með skerta meðvit­und þegar lög­regl­una bar að garði en nú er hún kom­in til meðvit­und­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert