Mikill viðbúnaður lögreglu í nágrenni við Selfoss

Horft yfir Selfoss.
Horft yfir Selfoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Lög­regla er með mik­innviðbúnað í ná­grenni við Sel­foss um þess­ar mund­ir. Sjúkra­bíl­ar og lög­reglu­bíl­ar hafa verið send­ir á vett­vang. 

Garðar Már Garðars­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að út­kall sé í gangi en vildi ekki til­greina ástæður þess að svo stöddu. 

Upp­fært klukk­an 11.07

Garðar seg­ir að lög­regl­an hafi fengið til­kynn­ingu um slasaðan ein­stak­ling með skerta meðvit­und.

Garðar seg­ir að lík­lega sé um að ræða slys í heima­húsi en einn er slasaður, sem nú er verið að hlúa að.

„Við rann­sök­um þetta eins og öll önn­ur mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka