Lögregla er með mikinnviðbúnað í nágrenni við Selfoss um þessar mundir. Sjúkrabílar og lögreglubílar hafa verið sendir á vettvang.
Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir í samtali við mbl.is að útkall sé í gangi en vildi ekki tilgreina ástæður þess að svo stöddu.
Uppfært klukkan 11.07
Garðar segir að lögreglan hafi fengið tilkynningu um slasaðan einstakling með skerta meðvitund.
Garðar segir að líklega sé um að ræða slys í heimahúsi en einn er slasaður, sem nú er verið að hlúa að.
„Við rannsökum þetta eins og öll önnur mál.“