„Við erum bara hálflömuð“

Svava og Sonjar óttast um afdrif kólumbísks fóstursonar síns, Oscars …
Svava og Sonjar óttast um afdrif kólumbísks fóstursonar síns, Oscars Andres Florez Bocanegra, sem íslensk yfirvöld vísa nú frá landinu öðru sinni. Ljósmynd/Aðsend

„Við héld­um að nú færi að rofa til, hann væri kom­inn sem barn og fylgd­ar­laus, en það virt­ist ekki telja neitt í þeirra aug­um,“ seg­ir Svavar Jó­hanns­son, en þau Sonja Magnús­dótt­ir eig­in­kona hans, íbú­ar í Hafnar­f­irði, eru með bögg­um hild­ar yfir fram­göngu ís­lenskra yf­ir­valda í máli kól­umb­íska drengs­ins Oscars Andres Flor­ez Boca­negra sem þau vilja allt vinna til að geta tekið að sér.

Oscar, sem var til um­fjöll­un­ar á mbl.is þegar lög­regla sótti hann inn á sal­erni Flens­borg­ar­skól­ans um miðjan októ­ber í fyrra til þess að vísa hon­um úr landi ásamt of­beld­is­full­um föður hans, átti sautján ára af­mæli í gær, laug­ar­dag fyr­ir páska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert