Eiríkur um skrif Höllu: „Óboðlegt og óskiljanlegt“

Halla Tómasdóttir vísaði fyrst til Frans páfa, sem Pope Francis, …
Halla Tómasdóttir vísaði fyrst til Frans páfa, sem Pope Francis, sem er ensk gerð af nafni hans og embættisheiti. Það gagnrýnir Eiríkur Rögnvaldsson. Samsett mynd

Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir vont og í raun óboðlegt og óskilj­an­legt að Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands hafi vísað til Frans páfa með enskri gerð af nafni hans og embætt­is­heiti. 

mbl.is og fleiri fjöl­miðlar fjölluðu um færslu for­set­ans í dag, en í upp­haf­legri færslu minnt­ist Halla hans sem „Pope Franc­is“. Síðar breytti hún færslu sinni og vísaði til hans sem Frans páfa. 

Ei­rík­ur gagn­rýn­ir kveðju Höllu í færslu í Mál­spjall­inu, hóp á Face­book. Þar skrif­ar hann: 

„Það var vont og í raun al­veg óboðlegt og óskilj­an­legt að í op­in­berri færslu for­seta Íslands skyldi vísa til Frans páfa með enskri gerð af nafni hans og embætt­is­heiti. Sem bet­ur fer var þessu breytt fljót­lega en þetta sýn­ir að ensk­an laum­ar sér víða inn og nauðsyn­legt er að vera alltaf á verði gagn­vart óþarfri og ástæðulausri ensku­notk­un.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert