Kennir stjórnvöldum um fall skólans

„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands í þeirri …
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands í þeirri mynd sem hann hefur verið síðustu áratugi,“ skrifar Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, í nýlegum pistli. Samsett mynd mbl.is/Kristinn Magnússon/Eggert Jóhannesson

Stofn­andi Kvik­mynda­skóla Íslands seg­ir aðgerðal­eysi stjórn­valda hafa orðið skól­an­um að falli. Hann þakk­ar Raf­mennt fyr­ir að taka yfir kennslu skól­ans en seg­ir þó ljóst að framtíð skól­ans muni breyt­ast.

Þetta skrif­ar Böðvar Bjarki Pét­urs­son, stofn­andi skól­ans, í pistli á Klapp­tré.is.

Hefst pist­ill Böðvars á þeirri spurn­ingu hvers vegna skól­inn, sem hafi verið starf­andi frá 1992 og verið með kenni­tölu frá 2003, sé allt í einu gjaldþrota þegar gæði skóla­halds­ins sem og eft­ir­spurn eft­ir nám­inu hafi sjald­an verið meiri. 

Þrjár megin­á­stæður

Þá nefn­ir Böðvar þrjár megin­á­stæður fyr­ir gjaldþroti skól­ans:

„a. Í 28 mánuði hef­ur skól­inn ekki fengið af­greidda viður­kenn­ingu á starf­sem­ina, hvorki frá há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti, né mennta- og barna­málaráðuneyti, þrátt fyr­ir linnu­laus­ar beiðnir stjórn­enda og stjórn­ar skól­ans um af­greiðslu.

b. Við stofn­un kvik­mynda­deild­ar við Lista­há­skóla Íslands árið 2021 féll niður náms­lána­rétt­ur við Kvik­mynda­skóla Íslands. Und­anþága féll niður 1. apríl fyr­ir ári síðan. Það leiddi af sér fjölda­brott­fall úr skól­an­um á haust­miss­eri 2024 og vormiss­eri 2025. Nem­end­um hef­ur fækkað um 50% með til­heyr­andi tekjutapi skól­ans.

c. Ekki hef­ur tek­ist að ná samn­ing­um við mennta- og barna­málaráðuneytið um út­greiðslu fjár­muna til skól­ans á ár­inu 2025, þrátt fyr­ir að skól­an­um sé eyrna­merkt fé á fjár­lög­um. Eng­ar greiðslur hafa því borist til skól­ans á þessu ári og af­leiðing­in er gjaldþrot,“ skrif­ar Böðvar. 

Af­leiðing­ar af aðgerðal­eysi

Seg­ir hann það hafa verið sam­eig­in­lega niður­stöðu ráðherra og ráðuneyta að Kvik­mynda­skóla Íslands hafi verið gert ókleift að starfa með því að viður­kenna ekki skól­ann, taka náms­lána­rétt af nem­end­um og greiða ekki til skól­ans af fjár­lög­um. Það hafi verið gert án form­legr­ar og efn­is­legr­ar af­greiðslu um­sókna og er­inda Kvik­mynda­skól­ans af hálfu ráðuneyt­anna.

„Ástæður gjaldþrots­ins eru því að öllu leyti af­leiðing­ar af aðgerðum eða aðgerðarleysi ráðuneyta í að veita skól­an­um þjón­ustu sem ríkið hef­ur einka­rétt á að veita, sem er viður­kenn­ing náms inn­an skóla­kerf­is­ins.“

Eng­ar form­leg­ar skýr­ing­ar

Þá seg­ir hann eng­ar form­leg­ar skýr­ing­ar hafa komið fram um hvers vegna stjórn­völd hafi komið fram við skól­ann með slík­um hætti og nefn­ir Böðvar jafn­framt að eina skýr­ing­in virðist vera sú að stjórn­völd séu á móti upp­bygg­ingu há­skóla­starf­semi utan nú­ver­andi há­skóla.

„Eft­ir að Kvik­mynda­skól­inn hafði staðist há­skóla­út­tekt með glæsi­brag, þótt sett væru ýmis skil­yrði sem öll voru frek­ar auðleyst, þá breytti ráðuneytið niður­stöðum út­tekt­ar með frem­ur óskamm­feiln­um hætti og hafnaði því að af­greiða viður­kenn­ingu skól­ans. Al­veg sama þótt sent væri lög­fræðiálit og mál­inu fylgt eft­ir mánuðum sam­an. Skól­an­um var lokað með þögn og aðgerðarleysi. Þetta á bæði við um nú­ver­andi ráðherra há­skóla­mála, Loga Ein­ars­son, og fyrr­ver­andi ráðherra, Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur,“ skrif­ar Böðvar.

„Skól­an­um ætlað að vera ein­hvers kon­ar iðnnám“

Hann seg­ir fulla ástæðu til að þakka Raf­mennt, sem sinn­ir fræðslu fyr­ir raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi, fyr­ir þau inn­grip að borga starfs­mönn­um laun og gera nem­end­um kleift að ljúka námi sínu. Hins veg­ar sé ljóst að starf­semi skól­ans muni taka tölu­verðum breyt­ing­um.

„Hvað framtíðina varðar þá er greini­legt að skól­an­um er ætlað að verða ein­hvers kon­ar iðnnám sem á að út­skrifa tækni­fólk sem þjón­ust­ar lista­menn­ina sem út­skrif­ast frá Lista­há­skóla Íslands.“

„Stjórn­völd­um er að tak­ast að loka Kvik­mynda­skóla Íslands í þeirri mynd sem hann hef­ur verið síðustu ára­tugi. Sam­hliða er eig­end­um hans refsað ræki­lega. Til einkaaðila og frum­kvöðla á sviði skóla­mála eru skila­boðin skýr.“

Böðvar nefn­ir þó að alþjóðlegi hluti náms­ins, inn­an Icelandic Film School, sem stofnaður var árið 2004, lifi enn og fylgi sömu kennslu­skrá og skipu­lagi og Kvik­mynda­skól­inn. Þar verði haldið áfram að sinna list­kennslu í kvik­mynda­gerð á há­skóla­stigi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert