Landris svipað og fyrir síðasta eldgos

Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi þarf að reikna …
Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi þarf að reikna með endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum á Sundhnúkagígaröðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Landris í Svartsengi held­ur áfram, en tölu­vert hef­ur dregið úr hraða þess og er það nú svipað og fyr­ir eld­gosið sem hófst 1. apríl. 

Í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands seg­ir að á meðan kviku­söfn­un haldi áfram und­ir Svartsengi þurfi að reikna með end­ur­tekn­um kviku­hlaup­um og jafn­vel eld­gos­um á Sund­hnúkagígaröðinni.

Hættumatskortið hefur verið uppfært og gildir til 6. maí að …
Hættumat­skortið hef­ur verið upp­fært og gild­ir til 6. maí að öllu óbreyttu. Kort/​Veður­stofa Íslands

Smá­skjálfta­virkni mæl­ist áfram við kviku­gang­inn sem myndaðist 1. apríl og mæld­ust að meðaltali um hundrað jarðskjálft­ar á dag í síðustu vikuÞá mæld­ist einnig nokk­ur smá­skjálfta­virkni við Fagra­dals­fjall síðastliðna helgi.

Veður­stof­an hef­ur upp­fært hættumat­skortið og gild­ir það til 6. maí að öllu óbreyttu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert