„Mikil vinna í gangi varðandi skýrslutökur og gagnaöflun“

Gæsluvarðhald yfir dóttur mannsins sem lést var í síðustu viku …
Gæsluvarðhald yfir dóttur mannsins sem lést var í síðustu viku framlengt til 7.maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Málið er enn í fullri rann­sókn. Það er mik­il vinna í gangi varðandi skýrslu­tök­ur og aðra gagna­öfl­un og við vinn­um að því koma þessu öllu heim og sam­an og fá skýr­ari mynd á at­b­urðarás­ina.“

Þetta seg­ir Ei­rík­ur Val­berg, full­trúi í rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is spurður út í rann­sókn lög­regl­unn­ar í máli á manns sem lést eft­ir at­vik á heim­ili sínu við Súlu­nes í Garðabæ þann 11. þessa mánaðar.

Maður­inn lá meðvit­und­ar­laus og þungt hald­inn þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn og var úr­sk­urðaður lát­inn eft­ir að komið var með hann á sjúkra­hús.

Gæslu­v­arðhald yfir konu á þrítugs­aldri, sem var hand­tek­inn í tengsl­um við rann­sókn á and­láti föður henn­ar, var fram­lengt í síðustu viku til 7. maí en kon­an er með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu. Að sögn Ei­ríks er hún ein grunuð um aðkomu að and­lát­inu.

Maður­inn sem lést hét Hans Roland Löf. Hann var fædd­ur árið 1945. Hann var bú­sett­ur í Súlu­nesi á Arn­ar­nesi ásamt eig­in­konu sinni og dótt­ur þeirra, Mar­gréti Höllu Hans­dótt­ur Löf, sem sit­ur í gæslu­v­arðhaldi.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var eig­in­kona manns­ins einnig flutt á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar en Ei­rík­ur vill ekki tjá sig um það á þessu stigi né um dánar­or­sök manns­ins. Hann seg­ir að málið sé á viðkvæm­um tíma­punkti í rann­sókn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert