Notendur þurfa að bregðast skjótt við

Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024, en þeirri ákvörðun …
Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024, en þeirri ákvörðun var frestað eftir að írska persónuverndarstofnunin gerði athugasemdir við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. AFP

Per­sónu­vernd grein­ir frá því að í lok maí 2025 muni Meta hefja þjálf­un gervi­greind­ar með því að nýta færsl­ur, mynd­ir og at­huga­semd­ir frá not­end­um Face­book og In­sta­gram í Evr­ópu.

Tekið er fram að þetta nái til alls efn­is sem hafi verið gert op­in­bert á þess­um miðlum, bæði nýs efn­is og þess sem þegar hef­ur verið birt.

„Not­end­ur sem vilja koma í veg fyr­ir að þeirra gögn séu notuð þurfa að bregðast við sem allra fyrst,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Per­sónu­vernd. 

Meta byrjar að þjálfa gervigreind með persónulegum gögnum Evrópubúa.
Meta byrj­ar að þjálfa gervi­greind með per­sónu­leg­um gögn­um Evr­ópu­búa. AFP

Þurfa að and­mæla fyr­ir lok maí

Þá seg­ir að það hafi verið áætlað að hefja þjálf­un­ina árið 2024, en þeirri ákvörðun hafi verið frestað eft­ir að írska per­sónu­vernd­ar­stofn­un­in (IDPC), sem hafi eft­ir­lit með Meta í Evr­ópu, hafi gert at­huga­semd­ir við laga­grund­völl og skort á gagn­sæi. Per­sónu­vernd seg­ir að nú hafi Meta inn­leitt ein­fald­ara ferli sem geri not­end­um kleift að and­mæla því að gögn þeirra séu notuð.

„All­ir evr­ópsk­ir not­end­ur Face­book og In­sta­gram sem náð hafa 18 ára aldri fá til­kynn­ingu um þessa breyt­ingu frá Meta og upp­lýs­ing­ar um hvernig hægt er að and­mæla vinnsl­unni. Ef eng­in and­mæli ber­ast, telst vinnsl­an samþykkt. Þeir sem vilja koma í veg fyr­ir að gögn þeirra séu notuð í þjálf­un gervi­greind­ar verða að and­mæla form­lega fyr­ir lok maí 2025. Að öðrum kosti gæti efnið þeirra þegar verið orðið hluti af þjálf­un­ar­gögn­um sem ekki er hægt að fjar­lægja aft­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá seg­ir að það megi and­mæla vinnsl­unni með ein­föld­um hætti í gegn­um eft­ir­far­andi tengla hér fyr­ir Face­book og hér fyr­ir In­sta­gram.

Ef engin andmæli berast, telst vinnslan samþykkt.
Ef eng­in and­mæli ber­ast, telst vinnsl­an samþykkt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert